is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6277

Titill: 
  • Þeir hafa þetta auka sem þarf: Hvað einkennir framúrskarandi starfsmenn að mati stjórnenda?
  • Titill er á ensku They would go that extra mile: What makes employees excellent in executives oppinion?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvað einkennir afburðastarfsmenn að mati stjórnenda. Lögð var áhersla á að skoða hvort þau einkenni væri hægt að tengja við skilgreiningar fræðimanna á tilfinningagreind og/eða fimm þátta líkaninu og þannig álykta sem svo að starfsmenn með háa tilfinningagreind væru allajafna líklegri til að verða betri starfsmenn en þeir sem ekki hafa háa tilfinningagreind. Gerð var eigindleg rannsókn og tekin viðtöl við átta stjórnendur ýmissa fyrirtækja og stofnanna. Rannsóknin og skýrslugerð var unnin á tímabilinu maí 2009 til ágúst 2010.
    Fræðileg viðmið sem stuðst var við eru ýmsar skilgreiningar og kenningar á frammistöðu, tilfinningagreind og fimm þátta líkaninu. Valdar voru úr þær skilgreiningar sem eru hvað þekktastar og umdeildastar og tekið mið af þeim við úrvinnslu niðurstaðna. Fræðimenn hafa rannsakað hversu mikil áhrif vitsmunagreind, þekking og/ eða menntun fólks hefur á frammistöðu þess. Í viðtölunum þótti því forvitnilegt að heyra jafnframt skoðun stjórnenda á mikilvægi þessara þátta. Þær voru svo bornar saman við kenningar fræðimanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hægt sé að tengja einkenni afburðastarfsmanna við tilfinningagreind og fimm þátta líkanið. Það er að segja þau einkenni sem stjórnendur nefndu hvað helst má í öllum tilfellum tengja á einhvern hátt við skilgreiningar fræðimanna á þeim líkönum sem notuð voru til viðmiðunar. Hins vegar benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að bæði tilfinningagreind og fimm þátta líkanið spái helst fyrir um frammistöðu í störfum þar sem reynir á félagslega færni og eigi því sérstaklega við um þjónustustörf og þar sem mikið samstarf eða hópavinna á sér stað. Þessir þættir hafa ekki endilega áhrif á eiginlega verkefnatengda frammistöðu, sem er í samræmi við það sem fræðimenn halda fram. Ennfremur kom í ljós að stjórnendur telja greind og menntun starfsmanna ekki hafa afgerandi áhrif á hvort þeir stæðu sig vel í starfi en þó væri til bóta að vera greindur og menntaður. Vænlegast til árangurs væri að vera greindur tilfinningalega og vitsmunalega og menntun yki færni starfsmannsins í að takast á við ýmis vandamál.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
masterskil.pdf646.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf7.15 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna