is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6278

Titill: 
 • Markaðshneigð og markaðsleg færni sprotafyrirtækja
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið flestra fyrirtækja er að auka samkeppnisforskot og bæta þannig árangur. Nýlegar erlendar rannsóknir benda til að markaðshneigð og markaðsleg færni leiði til betri árangurs fyrirtækja, bæði sitt í hvoru lagi og í sameiningu.
  Nýsköpun felur í sér ávinning fyrir samfélagið auk þess að vera forsenda vaxtar fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtæki eru oft ung, lítil og stofnuð í kringum nýja vöru. Rannsóknir hafa sýnt að nýsköpunarfyrirtæki þurfa að búa yfir markaðshneigð og markaðslegri færni auk færni í rannsóknum og þróun til þess að koma nýjum vörum á framfæri.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að svara annars vegar þeirri spurningu hversu markaðshneigð íslensk sprotafyrirtæki eru og hve mikilli markaðslegri færni þau búa yfir og hins vegar þeirri spurningu hvort markaðshneigð og markaðsleg færni fyrirtækja hafi áhrif á árangur þeirra. Í því samhengi var stuðst við þrjár tilgátur sem varpa ljósi á seinni rannsóknarspurninguna.
  Gerð var megindleg rannsókn þar sem þýðið var sprotafyrirtæki sem hafa þegið styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands eða sem Frumtak og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins eiga hlut í. Þýði og úrtak var 99 fyrirtæki og var svarhlutfall 28%.
  Lagður var fyrir spurningalisti þar sem spurt var um þætti tengda markaðshneigð, markaðslegri færni og árangri fyrirtækja. Stuðst var við spurningalista Morgan, Vorhies og Mason (2009). Niðurstöður voru einnig bornar saman við niðurstöður Morgan, Vorhies o.fl.
  Helstu niðurstöður eru að íslensk sprotafyrirtæki meta markaðshneigð sína og markaðslega færni nokkuð góða. Þó er markaðshneigð metin meiri en markaðsleg færni. Þegar litið er til þess hvort hugtökin tvö hafi áhrif á árangur fyrirtækjanna kemur í ljós að bæði markaðshneigð og markaðsleg færni hafa sterka fylgni við árangur fyrirtækja. Ekki er hægt að sýna fram á gagnvirkni markaðshneigðar og markaðslegrar færni á árangur fyrirtækja. Þegar litið er til einstakra vídda markaðshneigðar mætti bæta víddina Öflun þekkingar en þegar litið er til markaðslegrar færni er sérstaklega vert að auka færni í Markaðssamskiptum, Sölu og Dreifingu.

Samþykkt: 
 • 20.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SignyHermannsdottir.pdf842.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna