is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6281

Titill: 
  • Gæði þjónustu sjúkraþjálfara á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gæði þjónustu skipta miklu máli fyrir þá sem veita þjónustu og ekki síður fyrir þá sem þiggja hana. Það mælitæki sem mest hefur verið notað við mat á gæðum þjónustu er SERVQUAL. Tækið byggir á fimm víddum sem taka til áþreifanlega og óáþreifanlega hluta þjónustunnar. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna hvort skynjun á gæðum þjónustu sjúkraþjálfara væri í samræmi við væntingar og hvernig skjólstæðingar þeirra meta mikilvægi vídda. Hins vegar hvernig sjúkraþjálfarar telji skjólstæðinga sína skynja þjónustu þeirra. Gerð var megindleg rannsókn þar sem tíu sjúkraþjálfunarstofur á höfuðborgarsvæðinu voru valdar með kerfisbundinni úrtaksaðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að skynjun á gæðum þjónustu sjúkraþjálfara voru umfram væntingar í öllum þjónustuþáttum. Þeir þættir sem komu verst út voru hvernig sjúkraþjálfarar standa við gefin loforð og hvernig þeir halda tímaáætlun. Skjólstæðingar mátu víddirnar sem tengjast hæfni sjúkraþjálfarans og umhyggju hans fyrir skjólstæðingi sínum sem mikilvægastar. Sjúkraþjálfarar hafa góða mynd af því hvernig skjólstæðingar þeirra skynja gæði þjónustunnar sem þeir fá. Lítið bar á milli í niðurstöðum rannsóknarinnar meðal skjólstæðinga og niðurstöðum rannsóknarinnar meðal sjúkraþjálfara. Þættirnir hversu hratt þjónustan gengur fyrir sig og útlit stofunnar fengu lægri einkunn hjá sjúkraþjálfurum en meðal skjólstæðinga.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gæði þjónustu sjúkraþjálfara á Íslandi.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna