en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/629

Title: 
 • Title is in Icelandic Hlutverk aldraðra og reynsla af starfslokum
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna reynslu aldraðra af starfslokum sínum, hvernig hlutverk þeirra breytast á lífsleiðinni og hversu mikilvæg öldruðum finnst hlutverkin sem þeir gegna í daglegu lífi. Með rannsókninni er leitað svara við spurningunum: „Hvernig breytast hlutverk fólks og gildi þeirra með aldrinum?” og „Eru aldraðir sáttir við tímasetningu starfsloka sinna?”.
  Til að svara spurningunum var Hlutverkalistinn (The Role Checklist) lagður fyrir þátttakendur auk viðbótarspurninga frá rannsakendum. Þar var meðal annars spurt um kyn, aldur, búsetu, menntun, atvinnuþátttöku, starfsánægju og undirbúning fyrir starfslok. Einnig voru þátttakendur spurðir um tilhlökkun í garð starfsloka, hvort þeir hefðu viljað vinna lengur og hvort þeim hafi gefist kostur á áframhaldandi vinnu þrátt fyrir að vera komnir á starfslokaaldur. Þessi spurningakönnun fellur undir megindlegar aðferðir sem henta vel þegar á að sýna fram á tengsl milli breyta eða lýsa tilteknu fyrirbæri, frekar en að sýna fram á orsök og afleiðingu. Einnig er hægt að spá fyrir um, gefa vísbendingar og alhæfa um rannsóknarefnið.
  Við val á þátttakendum var notað hentugleikaúrtak með snjóboltaaðferð. Þýði rannsóknarinnar voru allir íslenskir ríkisborgarar sem höfðu látið af störfum vegna aldurs og var fjöldi þátttakenda 53 einstaklingar; 25 konur og 28 karlar á aldrinum 65-93 ára.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós, að fyrir þátttakendurna voru hlutverk eins og fjölskyldumeðlimur, vinur, þátttakandi í heimilishaldi og umsjáraðili þýðingarmest. Þetta voru einnig þau hlutverk sem þátttakendur töldu sig sinna hvað mest, hvað varðar fortíð, nútíð og framtíð. Hvað varðar starfslokin þá sögðust 55% þátttakenda ekki hafa viljað starfa lengur en þeir gerðu og 52,8% sögðust hafa hlakkað til að hætta störfum.
  Lykilhugtök: Aldraðir, starfslok, hlutverk, Hlutverkalistinn.

Accepted: 
 • Jan 1, 2007
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/629


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hlutverk aldraðra og reynsla af starfslokum.pdf2.34 MBOpenHeildarverkPDFView/Open