is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6290

Titill: 
  • Áhrif barna á kauphegðun og neyslu foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð var skrifuð með það markmið í huga að kynna lesendum þau áhrif sem börn geta haft á kauphegðun og neyslu foreldra. Í upphafi er gerð ítarleg útlistun á því hvað kauphegðun er, þ.e. ferlið sem neytendur fara í gegnum þegar þeir festa kaup á vörum og þjónustu, þátttakendum í því ferli og áhrifaþáttum. Þarfapýramídi Maslows er einnig kynntur til sögunnar. Því næst eru áhrif útskýrð og hvernig þau flokkast í bein og óbein áhrif. Einnig eru áhrifavaldi og flokkun þess gerð skil. Áhrif barna stafa meðal annars af mismunandi breytum sem teknar eru sérstaklega fyrir og eru eftirfarandi: aðferðir, aldur, auglýsingar, foreldrar, umhverfi, vörutegundir, þátttaka í kaupákvörðunarferlinu og þekking. Leitast var við að sýna fram á hvernig og hvenær börn hafa áhrif og með hvaða hætti. Það var gert með því að bera saman hinar ýmsu rannsóknir sem hafa verið gerðar víðsvegar um heiminn. Flestar rannsóknir koma frá Bandaríkjunum.
    Helstu niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að eldri börn hafi mun meiri áhrif en yngri og þær aðferðir sem börn beita séu misgóðar. Þá er „mikilvægisnöldur“ mun áhrifaríkara en sífellt nöldur en eldri börn eru líklegri til að beita því. Auglýsingar hafa þau áhrif á börn að þau biðja frekar um þær vörur sem þau hafa séð auglýstar. Foreldrar eru flokkaðir í fjórar flokka þar sem þeir sem tilheyra flokknum dekrarar eru hvað eftirlátsamastir og ná börn þeirra því að fá hvað mest. Ef börn eru með í för í verslunarferðum er líklegra að foreldrar kaupi fleira en þeir ætluðu sér áður en lagt var af stað og uppsetningar og röðun vara hafa áhrif á hvað það er sem börn biðja um þar. Þær vörutegundir sem börn biðja mest um eru ýmiskonar matvörur á borð við morgunkorn og sætindi en aðrir vöruflokkar eins og leikföng og afþreyingarefni eru einnig á sama lista. Þátttaka barna í kaupákvörðunarferlinu er töluverð en mismikil eftir því á hvaða stigi ferlið er. Þekking barna er einnig mikilvægur þáttur í því hversu mikil áhrif þau hafa því foreldrar spyrja þau í auknum mæli eftir aðstoð og áliti á hinu og þessu.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif barna - Droplaug.pdf366.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna