is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6291

Titill: 
  • Sveigjanleiki fyrirtækja. Samræming atvinnu og einkalífs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sveigjanleiki fyrirtækja og samræming atvinnu og einkalífs eru hugtök sem hafa verið mikið rædd á undanförnum áratugum. Aðstæður fyrirtækja eru breyttar, breytingar hafa orðið í lagasetningu og mikil þróun hefur átt sér stað á vinnumarkaðinum. Upplýsingatækni, alþjóðavæðing, breytt skipulagsform fyrirtækja og auknar kröfur neytenda spila megin þátt í þessari breytingu. Fólk hefur einnig breytt viðhorf gagnvart fjölskyldu- og einkalífi.
    Markmið ritgerðarinnar er að skoða sveigjanleika fyrirtækja og samræmingu atvinnu og einkalífs. Þar af leiðandi hefur verið sett fram aðalrannsóknarspurning; Hvaða þættir stuðla að því að starfsfólk geti samræmt atvinnu og einkalíf? Einnig voru settar fram þrjár undirrannsóknarspurningar; Hvað felst í sveigjanleika fyrirtækja?; Hvaða þróun hefur átt sér stað á vinnumarkaði?;Hvaða áhrif hefur það að geta samræmt atvinnu og einkalíf á starfsfólk?
    Til að fá svör við þessum spurningum voru fræðin skoðuð og jafnframt var skoðað rauntilvik. Þar voru tekin viðtöl til að fá dýpri skilning á upplifun starfsmanna á efninu. Rauntilvikið var tekið í stóru ríkisreknu fyrirtæki í Reykjavík með starfsstöðvar um allt land. Markmið þess var að sjá hvort fyrirtækið væri sveigjanlegt og á hvaða hátt. En sveigjanleiki gengur almennt út á það að finna hagkvæmar og skynsamar leiðir í rekstri. Jafnframt var skoðað hvernig fólk næði að samræma atvinnu og einkalíf og hvaða þættir stuðluðu að því.
    Fyrirtækið er ekki mjög sveigjanlegt hvað snertir líkan Atkinson um ,,Hið sveigjanlega fyritæki“. Fyrirtækið var þó greinilega búið að tileinka sér aukinn sveigjanleika, sérstaklega síðasta árið, vegna óstöðugleika í umhverfinu.
    Starfsfólk er að ná að samræma mjög vel innan fyrirtækisins. Helstu þættir sem skipta það máli, til að ná sem bestu jafnvægi eru að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma og óformlegan sveigjanleika, vera jákvæð, starfsánægja, og skýra vel á milli vinnu og einkalífs. Helst það í hendur við þær rannsóknir sem fjallað hefur verið um.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS 2010loka.pdf549.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna