is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6295

Titill: 
 • Tryggð á íslenskum farsímamarkaði
 • Titill er á ensku Loyalty in the Icelandic mobile market
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Breytingar hafa orðið á neyslumunstri landsmanna síðan á haustmánuðum 2008. Fólk fylgist almennt meira með hvernig það eyðir fjármunum sínum og hafa flest fyrirtæki landsins gert sér grein fyrir þeim breytingum. Farsímafyrirtæki eru þar engin undantekning. Með aukinni samkeppni á farsímamarkaði eru viðskiptavinir orðnir kröfuharðari og eru alltaf að leita að einhverju meira og betra, oft fyrir minni pening.
  Með hliðsjón af framagreindu er meginmarkmið rannsóknarinnar að skoða tryggð á farsímamarkaði. Stuðst var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var sendur út til farsímanotenda á öllum aldri í gegnum veraldarvefinn. Alls fengust 498 svör og þar af voru 407 notuð í endanlega greiningu. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Hversu mikil tryggð ríkir á íslenska farsímamarkaðnum? Til stuðnings rannsóknarspurningunni voru jafnframt settar fram eftirfarandi undirspurningar: Hversu mikil er viðhorfstryggðin? Hversu mikil er hegðunartryggðin? og Hver eru tengslin milli viðhorfstryggðar og hegðunartryggðar?
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að almennt séð er frekar mikil tryggð á farsímamarkaðnum þar sem hún mældist fyrir ofan meðallag. Einnig mældust viðhorfstryggðin og hegðunartryggðin fyrir ofan meðallag. Jákvætt samband er á milli viðhorfstryggðar og hegðunartryggðar sem gefur til kynna að viðhorfstryggðin hafi áhrif á hegðunartryggðina.
  Samkvæmt rannsókninni er mestu tryggðina að finna hjá viðskiptavinum D en minnstu tryggðina hjá viðskiptavinum B. Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir einstaklingar sem ekki hafa lokið háskólaprófi, eyða minna en 4000 kr. að meðaltali á mánuði í farsímanotkun og hafa verið lengur í viðskiptum hjá sama fyrirtæki en 3 ár séu tryggustu viðskiptavinirnir.
  Út frá tilteknum niðurstöðum rannsóknarinnar dregur höfundur þá ályktun að farsímafyrirtæki þurfi að einbeita sér betur að því að auka tryggð viðskiptavina ef þeir vilja ná eða viðhalda samkeppnisforskoti og sýna betri fjárhagslega frammistöðu. Hafa ber í huga að þar sem um hentugleikaúrtak er að ræða má ekki alhæfa um niðurstöður rannsóknarinnar en þær ættu engu að síður að gefa nokkuð glögga mynd af tryggð á farsímamarkaði.

 • Útdráttur er á ensku

  A lot of changes have occurred in the consumption patterns in Iceland since the fall of 2008. People are generally more conscious of how they spend their money and most companies have become aware of those changes. The mobile phone companies are no exception in that respect. With increased competition in the mobile phone market, customers have become more demanding and are always looking for something more and better, often for less money.
  Considering the abovementioned, the main objective of this research is to examine loyalty in the Icelandic mobile phone market. The research is based on a quantitative research method whereby a questionnaire was sent out through the internet to mobile users of all ages. In total 498 responses were received and thereof 407 were used in the final analysis. The research question which the research was based upon is: How much loyalty is in the Icelandic mobile phone market? To support the research question the following sub-questions were also set forth: How much is the attitudinal loyalty? How much is the behavior loyalty? and What is the correlation between the attitudinal loyalty and the behavior loyalty?
  The main findings of the research are that in general fairly much loyalty exists in the mobile market since its measures above average. The attitudinal loyalty and the behavior loyalty also measured above average. Positive relationship was found between the attitudinal loyalty and the behavior loyalty which indicates that attitudinal loyalty affects the behavior loyalty.
  It derives from the research that the mobile company D has the most loyalty in the market while B has the least loyalty. The findings indicate that the most loyal customers are individuals who have not graduated from University, spend less than approximately 4000 ISK on cell phone bills per month and have been customers with the same company for more than 3 years.
  Based on certain findings of the research the author draws the conclusion that the mobile companies should focus more on increasing loyalty of their customers if they want to achieve or maintain competitive advantage and show better financial performance. Still, it should be kept in mind that the research is built on convenience samplings, hence the results cannot be generalized, although they should give a fairly clear picture of loyalty in the Icelandic mobile market.

Samþykkt: 
 • 20.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bokasafn_ms-ritgerd_thora_katrin_1110735469.pdf447.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna