is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6296

Titill: 
  • Ráðningarferli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannauðsstjórnun hefur þróast töluvert í gegnum árin. Áður var starfsviðið aðalega talið almennt skrifstofustarf sem sá um launamál, kostnaðareftirlit og pappíra varðandi ráðningar. Nú er hinsvegar frekar litið til þess að mannauðsstjórar auki virði fyrirtækja í gegnum mannauðinn. Þá er það talið mikilvægt að mannauðstjórnin sé hluti af heildasrstjórn fyrirtækja.
    Í þessari ritgerð er farið yfir ráðningarferli sem er eitt aðal svið mannauðsstjórnunar. Með aukinni hnattvæðingu og tækniþróunum hefur það orðið mörgum stjórnendum ljóst að leiðin til þess að ná samkeppnisforskoti er í gegnum þekkingu og hæfni starfsfólks. Mannauðurinn þarf að hafa hæfni til þess að þróast í starfi og fylgja tækninni eftir. Þeir sem fara með ráðningarvaldið þurfa því að vanda verk sitt vel. Í ritgerðinni er talað um ráðningarferlið sem það tímabil frá því að auglýsing um starfið birtist og þar til gengið er frá ráðningunni. Þá er greint frá helstu þáttum í ráðningarferlinu sem eru starfsgreiningin þar sem greint er ýtarlega frá þeim verkefnum sem starfinu fylgja sem og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsmannsins sem þeim þarf að sinna. Þar á eftir tekur við öflun umsækjenda og fjallað um kosti og galla þeirra leiða sem eru til þess. Næst tekur við val starfsmanna sem hefur verið lýst sem höfnunarferli, en þá þarf sá sem um ráðninguna sér að velja sér þá aðferð sem best þykir til þess fallin að á faglegan og hlutlægan hátt velja þann hæfasta til starfsins.
    Í lok ritgerðarinnar er stuttlega fjallað um ráðningar hjá hinu opinbera og hversu faglega er staðið að ráðningum þar. Umræðan í samfélaginu hefur oft snúist um að stöðuveitingar í embætti séu of pólitískar og þá rætt hvort ekki vanti frekari lög um ráðningarferlið og val starfsmanna.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerðin-final.pdf535.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna