is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6299

Titill: 
  • Staða samvinnusíunnar á Íslandi
  • Titill er á ensku Collaborative filtering in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður farið í hvernig samvinnusía (collaborative filtering) getur meðal annars hjálpað notendum vefverslana að velja vörur. Það er gert með því að koma með tillögur að nýjum vörum sem gætu átt vel við þann sem er að versla. Samvinnusían lærir inn á notandann með því að bera kaupsögu hans saman við kaupsögu annarra (finnur líkindi í smekk) eða með því að bera saman hluti sem eiga vel saman (t.d. pylsa og kók). Hugmyndin er sú að notendur sem höfðu svipaðan smekk í fortíðinni séu líklegir til þess að hafa svipaðan smekk í framtíðinni. Með þessu getur samvinnusían auðveldað leitina að vörum í vefverslunum. Farið verður í kosti samvinnusíunnar og áhrif hennar á tryggð viðskiptavina og sölu síðar í ritgerðinni og rannsakað verður hversu mikla þekkingu stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafa á samvinnusíunni. Markmiðið er að komast að því hvort að þau nýti sér samvinnusíuna og hver reynsla þeirra sé af henni? Einnig hvort að íslensk fyrirtæki hafi áhuga á að nýta sér þessa tækni og ef ekki, hver ástæðan sé fyrir því.
    Gert var „concept test“ með megindlegri aðferðarfræði. Sendur var tölvupóstur á úrtak rannsóknarinnar og þátttakendur beðnir um að taka þátt í stuttri spurningakönnun um samvinnusíu. Í ljós kom að örfáir í úrtakinu vissu hvað samvinnusía er og enn færri nýttu sér tæknina í sinni vefverslun. Þó var mikill áhugi á meðal þátttakenda að nýta sér þessa tækni.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
staða samvinnusíunnar á Íslandi.pdf874.6 kBOpinnPDFSkoða/Opna