en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6303

Title: 
 • Title is in Icelandic Mikilvægi vörumerkja eftir vöruflokkum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fjármunir, sem fyrirtæki ráðstafa til markaðssetningar á vörum eða þjónustu, eru takmörkuð auðlind, sérstaklega á tímum efnahagslegra þrenginga. Með því að gera sér betur grein fyrir hvaða vægi vörumerki hefur í huga neytenda þegar kemur að kaupum geta stjórnendur fyrirtækja betur skipulagt hvernig ráðstafa skuli fjármunum. Leitast verður við að sýna fram á þetta mismunandi vægi með því að svara rannsóknarspurningunni: Hversu mikilvæg eru vörumerki eftir mismunandi vöruflokkum þegar kemur að ákvarðanatöku neytenda?
  Þetta viðfangsefni er nýtt í vörumerkjafræðunum og hefur lítið verið rannsakað. Notast verður við mælitækið BRiC (Brand Relevance in Category) sem mælir mikilvægi vörumerkis í ákvarðanatöku neytenda eftir mismunandi vöruflokkum. Spurningalistinn samanstendur af tólf spurningum sem mæla þrjú svið: 1) mikilvægi vörumerkja eftir vöruflokkum, 2) minni áhættu og 3) félagslega stöðu. Hver þátttakandi svarar spurningunum út frá tveimur af 20 skilgreindum vöruflokkum sem skiptast eftir varanlegum neysluvörum, óvaranlegum neysluvörum, þjónustu og smásölu.
  Þegar meðaltal BRiC reynist hátt í vöruflokkum bendir það til að neytendur telji vörumerkið mikilvægt þegar kemur að ákvarðanatöku um kaup á vöru í viðkomandi flokki. Niðurstöður sýna að hæsta meðaltalið reynist í þeim þremur vöruflokkum sem tilheyra varanlegum neysluvörum (millistór farartæki, einkatölvur og sjónvörp). Það bendir til að neytendur reiði sig á vörumerki þegar kemur að meiriháttar fjárútlátum. Mikill munur reynist milli sviða spurningalistans út frá varanlegum neysluvörum þar sem neytendur virðast telja minni áhættu nánast tvöfalt mikilvægari heldur en félagslegan ávinning. Þetta bendir til að neytendur leggi mun meiri áherslu á að vörumerkið hjálpi þeim að minnka áhættu við kaup á varanlegri neysluvöru heldur en að vörumerkið komi til með að færa því félagslegan ávinning.

Accepted: 
 • Sep 20, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6303


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Mikilvægi vörumerkja eftir vöruflokkum - Sigríður Dögg Guðmundsdóttir.pdf514.82 kBOpenHeildartextiPDFView/Open