en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6308

Title: 
  • is Sameining sveitarfélaga
Submitted: 
  • October 2010
Abstract: 
  • is

    Markmiðið með þessari ritgerð er að greina helstu áhrifaþætti við sameiningu sveitarfélaga. Leitast er við að svara eftirfarandi spurningu; „Er sameining Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vænlegur kostur fyrir rekstur sveitarfélaganna?“. Fjallað er um fræðileg hugtök, markmið og samfélag sveitarfélaga, ávinning vegna samlegðaráhrifa, heimildir til sameininga og sögulega þróun, tekjustofna, rekstur, efnahag og að lokum er mat lagt á samruna sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum út frá fyrirliggjandi gögnum. Markmið sveitarfélaga er að skapa sterkt samfélag, auka velferð og þjónustu íbúa samfara því að skila góðum árangri í rekstri. Með sameiningu sveitarfélaga er litið til ávinnings sem getur komið fram í samlegðaráhrifum, stærðarhagkvæmni, rekstrarhagræði, hagkvæmari fjármögnun, aukinni markaðshlutdeild og stjórnun. Til þess að ná því verða sameinuð sveitarfélög að mynda heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði þar sem samgöngur á milli sveitarfélaga eru viðunandi. Samkvæmt gögnum sem liggja fyrir er samlegðaráhrif sameiningar sveitarfélaganna metin á rúmar 24 m. kr. á ári. Samlegðaráhrifin eru mismikil á milli málaflokka og í sumum tilvikum hafa þau neikvæð áhrif á virði sameiningar. Með því að beita núvirðisaðferð fyrir 15 ára spátímabil og skoða einungis tekjur og gjöld var niðurstaðan sú að núvirtur ábati af sameingu sveitarfélaganna er metin á rúmar 247 m. kr. Niðurstöður úr verðmatinu eru sameiningu sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum í hag miðað við þær forsendur sem liggja fyrir. Hvort sú niðurstaða sé nægileg til þess að hrinda af stað sameiningu sveitarfélganna er ekki víst. Við endanlegt verðmat er nauðsynlegt að horfa út fyrir rekstur og efnahag sveitarfélagsins og meta þjóðhagslegan ábata af sameiningunni. Það er hægt að gera með kostnaðar- og nytjagreiningu sem krefst frekari rannsókna.

Accepted: 
  • Sep 20, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6308


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sameining_sveitarfélaga.pdf292.89 kBOpenHeildartextiPDFView/Open