Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6312
Eftir síðasta þensluskeið hafa margir spurt sig hvort að lönd hefðu farið öðruvísi að ef þau hefðu verið með öðruvísi peningastefnu eða í myntsamstarfi. Lönd tóku mismikið þátt í þenslunni, sum fóru í mikla þenslu á meðan önnur voru aðhaldssamari. Hérna var athugað hvort ríkjum með verðbólgumarkmið hafi gengið betur eða verr í að hamla umfram eftirspurn og vexti útlána á síðasta þensluskeiði frá árinu 2003 til lok árs 2007.
Gerðar voru tvær rannsóknir með mismunandi landahópum. Annars vegar var skoðað landasafn með 43 löndum, þar af 17 með verðbólgumarkmið, og hins vegar 30 OECD lönd. Þessum tveimur hópum var skipt niður í þrjá undirhópa, í fyrsta lagi lönd með verðbólgumarkmið, í öðru lagi lönd sem voru í myntsamstarfi Evrópusambandsins og í þriðja lagi lönd sem voru í hvorugu. Tekinn var þverskurður á breytingu ýmissa mælikvarða yfir tímabilið til að sjá hvort að munur sé á hópunum.
Tölfræðigreiningin var gerð með tvenns konar hætti, annars vegar voru gögnin skoðuð á myndrænan hátt með hætti kassarits (e.box plot) þannig að hægt er að gera sér grein fyrir dreifni innan hópanna. Þannig er hægt að sjá betur hvort að hóparnir innihaldi fleiri bólulönd sem ef til vill aðrar tölfræðilegar rannsóknir líta framhjá. Hins vegar var aðferð minnstu kvaðrata beitt á gögnin til að sjá hvaða mælikvarðar væru marktækir fyrir mælinguna.
Síðasta þensluskeið einkenndist af uppsveiflu í eignaverði þá einkum húsnæðisverði og auknum útlánum til heimila. Í mörgum löndum sköpuðust húsnæðisverðsbólur sem sprungu þegar hrun fjármálamarkaða varð árið 2008. Þegar allt landasafnið var skoðað var hægt að sjá meiri útlánabólur í verðbólgumarkmiðslöndunum en tölfræðilega er sú staðreynd ekki marktæk. Samkvæmt niðurstöðum fyrir OECD landahópinn þá var meiri hækkun á húsnæðisverði og lánum til heimila á síðasta þensluskeiði hjá verðbólgumarkmiðslöndunum samanborið við EMU löndin, sú staðreynd var tölfræðilega marktæk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_Bryndis Petursdottir_0503765599 .pdf | 344.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |