is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6314

Titill: 
 • Markaðssetning á netinu og samþætting markaðssamskipta: Megindleg rannsókn á 100 stærstu fyrirtækjum á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megin tilgangur rannsóknarinnar er að skilja betur stefnu og árangur íslenskra fyrirtækja á netinu og fylla það tómarúm sem virðist vera í rannsóknum á því sviði. Leitað var svara við sjö rannsóknarspurningum í megindlegri rannsókn á 100 stærstu fyrirtækjum landsins og er niðurstöðum lýst með lýsandi og ályktunartölfræði þar sem fylgni milli breyta var skoðuð með Pearson marktæktarprófi.
  Markmið rannsóknarinnar var að svara því hvort fyrirtæki á Íslandi hafi sett sér mælanleg markmið í markaðssetningu á netinu og mótað stefnu um hvernig eigi að ná þeim, hvaða tól þau nýta sér til samskipta við fólk á netinu, hvort notkun þeirra sé að skila mælanlegum árangri og hvort þau séu að hámarka árangur sinn í markaðssetningu á netinu. Einnig var kannað hvort samþætt markaðssamskipti séu hluti af markaðssetningu íslenskra fyrirtækja ásamt hlutfalli markaðsfjár sem íslensk fyrirtæki nota í markaðssetningu á netinu og hvort gert sé ráð fyrir breytingu á því hlutfalli á næsta ári (2011). Að lokum var reynt að komast að því hvort tengsl séu á milli stefnu fyrirtækja í markaðssetningu á netinu og árangurs þeirra.
  58% fyrirtækja í rannsókninni höfðu sett sér mælanleg markmið í markaðssetningu á netinu og mótað stefnu um hvernig á að ná þeim. Öll fyrirtækin voru með vefsíðu og fjórðungur með netverslun. 71% fyrirtækja í rannsókninni nýtir sér samfélagsmiðla til markaðsfærslu eða samskipta við neytendur og eru 94% þeirra á Facebook. Twitter og YouTube eru einnig vinsælir miðlar en stórt hlutfall fyrirtækja notast við fleiri en einn samfélagsmiðil.
  Fyrirtækin ástunda samþætt markaðssamskipti en til þess að geta náð betri árangri í markaðssetningu á netinu þurfa 100 stærstu fyrirtæki landsins að gera heimasíðu sína auðveldari í notkun og auka fjármagn til markaðssetningar á netinu en 29% fyrirtækja áætlar að nota um það bil 15% af heildarmarkaðsfé til markaðssetningar á netinu á þessu ári.

Samþykkt: 
 • 21.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.S. ritgerð_20.09.10.pdf1.24 MBLokaðurHeildartextiPDF