is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6316

Titill: 
  • Starfsþjálfun læknakandídata í heilsugæslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í fyrri hluta þessarar ritgerðar er fræðileg umfjöllun en þar er heilsugæslunni hér á landi gerð skil auk þess sem fjallað er um hvernig starfsþjálfun kandídata er háttað bæði hér heima og erlendis. Almenn umfjöllun um starfsþjálfun skipar svo stórar sess í þessum hluta en starfsþjálfun má skilgreina sem ferli sem fer fram á vinnustað við raunverulegar aðstæður í þeim tilgangi að bæta þekkingu og færni.
    Í seinni hlutanum er sagt frá rannsókn þar sem megin markmiðið var að kanna hvernig staðið er starfsþjálfun læknakandídata á heilsugæslum. Rannsóknin var gerð meðal læknakandídata bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni til þess að kanna ánægju þeirra og viðhorf til þess hvernig að starfsþjálfun þeirra er staðið m.a. með tilliti til skipulags og kennslu. Niðurstöður benda til þess að kandídatar séu almennt mjög ánægðir í starfsþjálfun sinni og að vel sé staðið að flestum þeim þáttum er snerta starfsþjálfun þeirra af hálfu heilsugæslustöðvanna. Kandídatar voru einkum ánægðir með þá handleiðslu sem þeir fengu, gott aðgengi og góðan stuðning af öðrum læknum, góðan starfsanda og vingjarnlegt viðmót starfsfólks. Starfsaðstaða og þátttaka í verkefnum var í flestum tilvikum góð en það sem margir kandídatar töldu að þyrfti að leggja meiri áherslu á var formleg kennsla.

Samþykkt: 
  • 21.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð.pdf1.46 MBLokaðurHeildartextiPDF