is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6317

Titill: 
  • Áhrif nýrrar tækni á viðskiptamódel í tónlistarútgáfu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Notkunar nýrrar tækni við framleiðslu, markaðssetningu, dreifingu og neyslu á tónlist hefur orðið til þess að endurskoðun á sér stað varðandi skipulag tónlistariðnaðarins í heild sinni sem og meðal einstakra fyrirtækja. Tekjur iðnaðarins vegna tónlistarsölu hafa rýrnað þrátt fyrir aukningu í neyslu tónlistar á stafrænu formi sem hefur gert útgefendum erfitt uppdráttar. Í þessari rannsókn er leitast við að svara spurningunni: Hvaða áhrif hefur ný tækni á viðskiptamódel í tónlistarútgáfu og hvaða möguleikar eru í stöðunni? Til þess að svara þessari spurningu var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt sem gerði rannsakanda kleift að skoða reynslu af þeim breytingum sem standa yfir á hefðbundnu viðskiptamódeli tónlistariðnaðarins, hugsanlegum möguleikum í stöðunni og viðhorf til þeirra möguleika sem í boði eru. Rannsóknin er byggð á opnum viðtölum við tíu einstaklinga sem starfa í því umhverfi sem verið er að rannsaka og eru fremstir í sínum flokki. Voru þátttakendur valdir með það að leiðarljósi að fá sem ákjósanlegast yfirlit yfir þau fjölmörgu svið sem einkenna útgáfu tónlistar. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að notkun nýrrar tækni hefur haft umtalsverð áhrif á viðskiptamódel tónlistariðnaðarins. Aukin tækifæri eru til breytinga á virðiskeðju í tónlistarútgáfu þar sem tæknin er að umbreyta aðferðum og mörkuðum og býður uppá frekari fjölbreytni og úrval hvað varðar tónlistartengdar vörur og dreifileiðir. Tónlistariðnaðurinn er að takast á við breytt hegðunarmynstur neytenda og nýju viðskiptamódelin leitast eftir því að mæta þörfum neytenda í hinu breytta umhverfi. Tekjulindir tónlistariðnaðarins verða dreifðari en áður hefur þekkst og nauðsynlegt verður að nálgast markaði með fjölbreyttum hætti en reiða sig ekki á of einhæfar tekjulindir. Samvinna milli tónlistarmanna og útgáfufyrirtækja er mikilvæg ef að hámarka skal árangur á markaði. Útgáfufyrirtæki hafa tækifæri til að styrkja þjónustusvið sín sem snúa að markaðssetningu, umboðsmennsku og leyfisveitingum, og mæta þannig markaðslegum forsendum í ljósi nýrra möguleika í tónlistarútgáfu.

Samþykkt: 
  • 21.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreinn Eliasson_MSc2010.pdf998.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna