is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6318

Titill: 
 • Forstjórarnir og framkvæmdavaldið. Sjónarmið forstjóra ríkisstofnana
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Til að fá fram sjónarmið forstjóra ríkisstofnana á málefnum sem varða þá og stofnanir þeirra lá beinast við að tala við þá sjálfa. Víða var leitað fanga til frekari stuðnings við rannsóknina. Til að byrja með voru skoðuð þau fræði sem snerta viðfangsefnið og hugtök skilgreind. Rannsóknir voru skoðaðar og það umhverfi sem forstjórarnir starfa í.
  Forstjórarnir tjáðu sig um það umhverfi sem þeir starfa í jafnt lagalegt umhverfi, faglegt og þekkingarlegt umhverfi. Nýskipan í ríkisrekstri var skoðuð og leitað eftir áliti forstjóra á árangursstjórnunarsamningum sem teknir voru upp í kjölfar þeirrar stefnu. Forstjórarnir lýstu því hvernig stefnumótun stofnana hefur farið fram, aðkomu ráðuneyta að þeirri vinnu og skoðun sinni á því hvernig ráðuneytin standa að stefnumörkun fyrir þá málaflokka sem að þeim snúa. Afstaða forstjóra til viðbragða ráðuneyta vegna bankahrunsins kemur fram og einnig hvernig þeir telja ráðuneytin standa sig í stefnumótun almennt og í tengslum við hrunið.
  Niðurstaðan er sú að víða hefur pottur verið brotinn og svo virðist sem agaleysi og skortur á samskiptaferlum loði við.
  Ekki var leitað til ráðuneyta eða óskað eftir viðbrögðum frá þeim því einungis var verið að leita eftir sjónarmiðum forstjóranna sjálfra því rödd þeirra heyrist sjaldan þegar málefni þeirra ber á góma.

Samþykkt: 
 • 21.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forstjórarnir og framkvæmdavaldið.pdf1.01 MBLokaðurHeildartextiPDF