is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6323

Titill: 
  • Að varða leiðina. Hlutverk og undirbúningur æðsta stjórnanda í meiriháttar breytingum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um breytingastjórnun, út frá æðstu stjórnendum íslenskra fyrirtækja. Markmið hennar er að greina hver aðkoma stjórnendanna í meiriháttar breytingunum er og hvernig undirbúningi fyrir þær er háttað. Viðhorf þeirra og reynsla er skoðuð með áherslu á helstu þætti breytingastjórnunarinnar ásamt því sem velt er upp æskilegum eiginleikum stjórnandans í þessari tegund stjórnunar. Um er að ræða eigindlega rannsókn og eru kenningar um breytingastjórnun lagðar til grundvallar ásamt hálfopnum viðtölum við átta æðstu stjórnendur sem leitt hafa meiriháttar breytingar.
    Rannsóknin leiddi í ljós að hlutverk æðstu stjórnenda fyrirtækja er margþætt. Stjórnendur leggja mikið upp úr góðum undirbúningi ef þess er kostur og vinna starf sitt sem leiðtogar í breytingum af krafti og dugnaði. Breytingarnar voru af ýmsum toga en þrátt fyrir margbreytileika þeirra virðist sem allir stjórnendurnir eigi það sameiginlegt að hafa haft að leiðarljósi að koma fram við starfsmenn sína af varúð og virðingu í breytingaferlinu. Faglega var staðið að breytingunum og virðist sem það megi ekki hvað síst þakka góðum undirbúningi ásamt því sem um hæfa og metnaðarfulla einstaklinga var að ræða sem stýrðu breytingunum. Mikil greiningarvinna átti sér stað, leitað var faglegra ráða og mótuð skýr stefna sem síðan var miðlað áfram til starfsmanna. Stuðst var við breytingamódel í einhverjum tilfella.

Samþykkt: 
  • 21.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf65.14 kBLokaðurEfnisyfirlitPDF
Heimildaskrá.pdf96.02 kBLokaðurHeimildaskráPDF
Loka 20. sept.pdf557.12 kBLokaðurMeginmálPDF