Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6336
AA-samtökin eru úrræðið sem mælt er með eftir áfengismeðferð. Hugmyndafræði AA-samtakanna kemur fram í 12 reynslusporum sem lýst er í AA-bókinni. Inntak þeirra er um margt líkt árveknimiðaðri huglægri meðferð. Þörf er á að þróa heildstæðan spurningalista sem metur hvort þátttakendur hafa tileinkað sér inntak sporanna. Þá fyrst er raunverulega hægt að meta gagnsemi AA-samtakanna. Markmið þessarar rannsóknar er að fyrir liggi drög að spurningalista sem metur hversu vel þátttakendur hafa tileinkað sér aðferðir og hugmyndafræði AA-samtakanna. Með þessu verkefni eru tekin fyrstu skrefin í þróun slíks lista. Hugmyndafræðin var greind í átta þætti og saminn 99 atriða spurningalisti sem náði til allra þáttanna. Listinn var lagður fyrir 20 þátttakendur. Lagt var til að sleppa níu spurningum úr listanum, breyta valmöguleikum og umorða 29 spurningar á grundvelli niðurstaðna. Næsta skref í þróun AA-matslistans er að forprófa breyttar spurningar, leggja listann fyrir margfalt stærra úrtak og fækka spurningum á grundvelli þáttagreiningar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helga Jenný.pdf | 495,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |