is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6337

Titill: 
  • Hvað er sannleikur? Þekkingin í Sannleiksguðspjallinu og spurningin um trú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin snýst um hið gnóstíska rit frá annarri öld, Sannleiksguðspjallið, helstu áherslur þess og skírskotanir, sérstaklega að því er varðar þekkingu, trú og sannleika, tengt hugmyndum um frelsara og sáluhjálp. Tilgangurinn er að kanna hvað það hefur að segja um þessi og tengd atriði og ennfremur að fjalla nánar um bakgrunn þess og skilgreiningar fræðimanna á þessum hugtökum að fornu og nýju sem varpa kynnu ljósi á það. Þar sem samhengi Sannleiksguðspjallsins, valentínusarismi, megingrein gnóstisisma, er afgerandi fyrir túlkun þess er meginverkefnið að greina hvað átt er við með þeim boðskap gnóstíkea, að sjálfsþekking leiði til þekkingar, gnósis, á Guði og þar með sáluhjálpar. Í því sambandi er og greint hvernig virkni endurlausnar eða sáluhjálpar er hugsuð í hugmyndakerfi þeirra. Við það er leitt í ljós út á hvað „þekkingin í Sannleiksguðspjallinu“ gengur. Texti Sannleiksguðspjallsins er greindur í leit að útskýringum á umræddum hugtökum, m.a. með mælskufræðilegri greiningu, og túlkanir ýmissa fræðimanna á því reifaðar. Fjallað er um skilgreiningar fræðimanna á gnósis og gnóstisisma og mismunandi nálgun þeirra. Hugtakið sjálfsþekking er krufið, að hluta til með sálfræðilegri nálgun. Samhengið milli Valentínusar og Valentínusarsinna er greint í ljósi mismunandi heimilda um þá og fjallað um hugmyndafræði þeirra, guðfræði, heimsfræði og fjölbreyttan tilgang gnóstísku upprunamýtunnar. Gerð er grein fyrir virkni valentínska endurlausnarlíkansins, sem byggist m.a. á svokallaðri umskipta-sáluhjálp og Fullnustufræðum í gnóstísku upprunamýtunni, og fjallað um hvernig Sannleiksguðspjallið tengist því. Innbyrðis samhengi milli gnóstísku hreyfinganna setisma og valentínusarisma gagnvart kristni er greint í ljósi uppruna þeirra og róta. Rakin er þróun hugmynda um frelsara og sáluhjálp í trúarbrögðum í fornöld í samhengi gnóstisisma. Þá er fjallað um skynsemi, þekkingu, trú og sannleika í ljósi þekkingarfræði og orðræðu nokkurra trúarheimspekinga og guðfræðinga með áherslu á hugmyndir Søren Kierkegaard og Paul Tillich í tilvistarlegu samhengi. Einnig er komið inn á leiðir dulhyggju í tengslum við öflun þekkingar. Loks er efnið dregið saman og niðurstöður ræddar.

Samþykkt: 
  • 27.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristinn_Snaevar_Jonsson_BA-2010-SumarSkil.pdf1.48 MBLokaðurMeginmálPDF
KSJ-Hugvisindasvid_forsida_ritgerda.pdf95.49 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
KSJ-Hugvisindasvid_titilsida_ritgerda.pdf84.48 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna