en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6343

Title: 
  • Title is in Icelandic Greining á bakteríuhamlandi virkni hjá Chlamydomonas reinhardtii
  • Analysis of antimicrobial activity from Chlamydomonas reinhardtii
Submitted: 
  • September 2010
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Chlamydomonas reinhardtii er grænþörungur sem liggur nærri stofngreinum plantna og dýra. C. reinhardtii finnst um allan heim í ferskvatni, sjó og ýmsum jarðvegi. Hann er einfruma, heilkjarna lífvera, u.þ.b. 10 µm í þvermál, syndir með tveimur svipum og hefur eitt grænukorn fyrir ljóstillífun. Chlamydomonas er notaður sem módel lífvera í rannsóknum á mörgum grundvallar spurningum í frumu- og sameindalíffræði. Þar sem hann lifir í umhverfi þar sem mikil bakteríu flóra þrífst er líklegt að hann hafi þróað með sér varnarkerfi lík þeim sem rannsökuð hafa verið hjá bæði dýrum og plöntum. Þessi varnarkerfi hafa ekki verið skilgreind en í ljós hefur komið að grænþörungurinn seytir bakteríuhamlandi efnum. Meðhöndlun með próteinösum bendir til að prótein eða peptíð standa að baki virkninni. Markmið þessa verkefnis var að hreinsa þessi bakteríuhamlandi efni og skilgreina með HPLC tækni (e. High Performance Liquid Chromatography) og massagreiningu. Tvö virk efni fundust, bæði næm fyrir próteinasa meltu með próteinasa K og pepsín. Tveir mismunandi hreinsunarferlar, samsettir af útdráttar súlum fyrir grófhreinsum og HPLC katjóna skipta-, öfugfasa- (e. reverse phase) og vatnsæknum súlum, voru hannaðir fyrir hreinsun og einangrun á þessum peptíðum/próteinum. Hreinsuð peptíð/prótein voru svo send á rannsóknarstofur erlendis til greiningar.

  • Chlamydomonas reinhardtii is a green algae found all over the world, in soil, fresh water and oceans. It is a unicellular, eukaryotic organism, about 10 µm in diameter and swims with two anterior flagella and contains a chloroplast for photosynthesis. Chlamydomonas is used as a model system for research on many fundamental question in cell and molecular biology, such as the function of photosynthesis and flagellar motility, organelle biogenesis, and genetics. Since Chlamydomonas lives in an environment filled with microbes, good and bad, it needs strong defense mechanisms to survive. Their defense systems have not been well defined but secreted antimicrobial activity was detected from Chlamydomonas. Goal of this project was to define this activity and analyse the molecules responsible for this activity using HPLC (high performance liquid chromatography) and mass spectrometry. Two active agents were found, both of them sensitive to protease digestion with proteinase K and pepsin. Two separate workflows were carryed out for cleaning and isolation for these peptides/proteins from secreted material from Chlamydomonas, using a combination of extraction columns and HPLC cation exchange-, reverse- phase and hydrophilic columns. Purified peptides/proteins were then send abroad for further analyzis.

Accepted: 
  • Sep 29, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6343


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Chlamydomonas-MScRitgerd-RobertMagnusson.pdf10.09 MBOpenHeildartextiPDFView/Open