is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6344

Titill: 
  • Fjármögnun náttúruferðamannastaða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvaða sjónarhorn eru ráðandi í umræðu um fjármögnun náttúruferðamannastaða? Í fræðilegri umræðu má greina tvær andstæðar skoðanir, annars vegar sjónarhorn almannagæða og hins vegar notendagreiðslu sjónarhornið. Sjónarhorn almannagæða lítur svo á að fögur náttúrusvæði séu hluti af menningararfleið þjóðarinnar og ættu á þeim forsendum að vera opin öllum án gjalds. Notendagreiðslu sjónarhornið telur að þeir sem nýti sér viðkomandi náttúruferðamannastaði eigi að bera kostnað af þeirri uppbyggingu og þjónustu sem þar er. Viðtöl voru tekin við tvo hagsmunaaðila innan ferðaþjónustunnar og einn þjóðgarðsvörð. Einnig var opinber umræða greind og þróun stefnumótunar í ferðaþjónustu skoðuð, með sérstöku tilliti til fjármögnunar náttúruferðamannastaða. Í ljós kom að umræða um fjármögnun náttúruferðamannastaða á Íslandi endurspeglar þær gagnstæðu skoðanir sem finna má í fræðilegri umræðu. Allir viðmælendurnir voru sammála um að náttúru landsins eigi að skilgreina sem almannagæði. Það er þó ekki þar með sagt að þeir séu allir mótfallnir því að skoða aðrar fjármögnunarleiðir. Þessi tvö ráðandi sjónarhorn útiloka því ekki hvort annað.

Samþykkt: 
  • 29.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigfusSteingrimssonBS.pdf448.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna