is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6348

Titill: 
 • Togarasjómenn. Þýðing á bók Austin Mitchell og Anne Tate "Fishermen. The Rise and Fall of Deep Sea Trawling" ásamt umfjöllun um þýðingarferlið
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin Togaramenn skiptist í tvö meginþætti. Fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun um nokkra af helstu kenningasmiðum þýðingafræðinnar og jafnframt hvernig leitast er við að beita kenningum þerra. Fræðimennirnir voru valdir af ólíkum tímaskeiðum bæði til að endurspegla sígild og einnig breytileg viðhorf til þýðinga. Rómverjinn Marcus Tullius Cíceró (106-43 f.Kr.) var með þeim fyrstu til að setja fram það sjónarmið að fremur bæri að leggja áherslu á merkingu og aðlögun að málfari markmálsins en að þýða orð fyrir orð. Ýmsir síðari tíma þýðendur eins franski húmanistinn Etienne Dolet á 16. öld og breska skáldið John Dryden á 17. öld aðhylltust í meginatriðum sjónarmið Cícerós og settu sjálfir fram í ritum sínum regluverk um þýðingar.
  Við annan tón kvað hins vegar hjá þýska guðfræðingnum Friedrich Schleiermacher (1768-1834) sem hvatti til þess að lesandinn væri fluttur til höfundar og lærði að meðtaka aðskilnað (e. alientation) eða það sem nú væri nefnt útlenskun (e. foreignization) þýðinga.
  Á tuttugustu öldinni öðlast þýðingafræðin viðurkenningu sem fræðigrein ekki síst fyrir tilstilli bandaríska fræðimannsins Eugene A. Nida (f. 1914) sem einkum er þekktur fyrir að setja fram hugtökin um jafngildi (e. equivalence) í þýðingum sem síðan greinast í formlegt jafngildi (e. formal equivalence) og áhrifajafngildi ( e. dynamic equivalence).
  Síðari þáttur ritgerðarinnar er þýðing á bókinni Fishermen – The Rise and Fall of Deep Water Trawling eftir bresku höfundana Austin Mitchell and Anne Tate. Bókin skiptist í 13 kafla sem allir hefjast með stuttum inngangi höfunda en meginefni bókarinnar er viðtöl við 72 einstaklinga, breska togarasjómenn og aðila nátengda þeim. Viðtölin fjalla að mestu um líf sjómannanna frá árunum eftir síðari heimstyrjöld og þau ná til þess tíma er deilum Íslendinga og Breta um fiskveiðilögu var að ljúka á áttunda áratug síðustu aldar. Viðtölin eru skráð eftir hljóðritun og gefa frábæra innsýn í líf og störf togaramanna þessa tímabils. Mennirnir koma til dyra eins og þeir eru klæddir og tala hispurslaust með því málfari sem þeim er tamt. Skoðanir þessara sögumanna ber ekki að skilja sem öruggar sagnfræðilegar heimildir en út úr frásögnum þeirra má þó lesa þátt úr sameiginlegri atvinnusögu Íslendinga og Breta.

Samþykkt: 
 • 30.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fishermen II-lokaeintak.pdf936.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna