is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6355

Titill: 
 • ,,Mokið ykkar flór.“ Spaugstofan og kreppan
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um þætti Spaugstofunnar veturinn 2008-2009. Þann vetur var mikill órói í samfélaginu vegna efnahagshrunsins í október 2008. Spaugstofumenn gerðu ástandinu góð skil í þáttum sínum og deildu gjarnan hart á menn og málefni.
  Í fyrsta kafla er skoðað í hverju ádeila þeirra fólst og hvernig grín gerir slíka gagnrýni mögulega þar sem það er skýrt í hugum flestra að margt megi segja undir formerkjum húmors sem annars þætti ekki ásættanlegt.
  Í öðrum kafla er fjallað um húmor sem sprettur upp eftir hörmungar og hvernig hann getur ýmist hjálpað fólki við að komast yfir áfallið sem gjarnan fylgir hörmungum eða virkað sem leið til að mótmæla þeirri miklu fjölmiðlaumfjöllun sem slíkum atburðum fylgir og gerir það að verkum að þær fara ekki framhjá neinum.
  Í þriðja og síðasta kaflanum er fjallað um hvernig grín Spaugstofumanna þjappaði þjóðinni saman á móti stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum og leitaðist jafnframt við að hughreysta fólkið í landinu. Þjóðareinkennið ,,þetta reddast“ fær sinn skerf af gríni sem og hið undirliggjandi menningarlega gildi að auðgast og fara í útrás sem er ennþá ríkjandi meðal landsmanna þrátt fyrir að síðasta útrás hafi endað illa.

Samþykkt: 
 • 4.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nanna Guðmundsdottir.pdf628.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna