is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6362

Titill: 
  • Skáldskapur og stjórnmál. Íslenskt bókmenntasvið um miðja 20. öld. Bókmenntalaus bókmenntasaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginumfjöllunarefnið er íslenskt bókmenntasvið á fimmta og sjötta áratug tuttugustu aldar og tengsl þess við stjórnmálasviðið. Hugmyndir Pierre Bourdieu um svið og mismunandi tegundir auðmagns liggja ritgerðinni til grundvallar. Sjónum er sérstaklega beint að ákveðnum hlutum bókmenntasviðsins sem hafa gjarnan verið nefndir í tengslum við samspil bókmennta og stjórnmála á tímabilinu en hafa aldrei verið kannaðir til hlítar, þ.e. skáldastyrkjum, rithöfundafélögum og stofnun Almenna bókafélagsins.
    Jarðvegurinn fyrir þá atburði og umræður sem til athugunar eru mótaðist þó á þriðja áratugnum og hluti af honum er skoðaður í 2. kafla. Ferill skáldsins Jóhannesar úr Kötlum og þátttaka hans í félagsmálum, einkum Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda, er þar notuð sem útgangspunktur til að kanna bókmenntasviðið á tímabilinu.
    Í 3. kafla er farið yfir fyrirkomulagið á opinberum skáldastyrkjum og breytingar á því árin 1939–1945. Í því samhengi er hugað vandlega að tillöguflutningi og umræðum á Alþingi en þar birtust m.a. mismunandi grundvallarhugmyndir um tilganginn með styrkjunum og hlutverk skálda í samfélaginu.
    4. kafli fjallar um stofnun Félags íslenskra rithöfunda árið 1945 sem varð til við klofning úr Rithöfundafélagi Íslands. Í framhaldi af því er athugað hvernig starfsemi félaganna tveggja þróaðist.
    Í 5. kafla er stofnun Almenna bókafélagsins árið 1955 til skoðunar og samhengi þess við bókmenntafélagið Mál og menningu, sem stofnað var tæpum tuttugu árum áður. Að auki er litið á fagurfræðilegar umræður á þessum tíma og athugað að hvaða leyti spurningin um hvort bókmenntir ættu og/eða mættu vera pólitískar var uppi á borðinu.
    Í 6. kafla er síðan horft yfir sviðið og átakalínur á tímabilinu. Rætt er hvernig mismunandi tegundir auðmagns komu við sögu í þeim sviptingum sem fjallað hefur verið um en einnig um hlutverk þeirra við mótun bókmenntasögu.
    Hvorki einstakir höfundar né bókmenntaverk eru í forgrunni heldur er áherslan lögð á ytri tengsl stjórnmálanna við bókmenntirnar, þ.e. umhverfið um sköpun þeirra og miðlun. Litið er á þær aðstæður sem móta bókmenntasöguna í víðu samhengi og geta bæði ráðið því hvaða verk verða til og hverra er minnst á síðari tímum. Því má segja að hér fari bókmenntalaus bókmenntasaga.

Samþykkt: 
  • 4.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ErnaErl-MA-ritgerð.pdf615.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna