is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6364

Titill: 
  • Réttur EES-útlendinga og aðstandenda þeirra til búsetu hér á landi og til félagsþjónustu sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ætlunin með þessari úttekt er að rannsaka rétt EES-útlendinga og aðstandenda þeirra til dvalar hér á landi og til félagsþjónustu sveitarfélaga. Í upphafi er gerð grein fyrir EES-samningnum, meginreglum hans og áhrifum hans á innlendan rétt. Evrópurétti á sviði frjálsrar farar er gerð skil, og þá sérstaklega banni við mismunun á grundvelli þjóðernis og evrópsku ríkisfangi, og reynt er að leggja mat á áhrif ríkisfangs á framkvæmdina í EES EFTA-ríkjunum. Ítarlega er fjallað um reglur um lögmæta komu og dvöl EES-útlendinga á Íslandi og rétt þeirra til jafnræðis á við innlenda borgara hvað varðar aðgang að félagslegum réttindum. Reglum sem gilda um framkvæmd stofnana svo sem Þjóðskrár og Útlendingastofnunar hvað varðar réttarstöðu við komu og skráningu og hugsanlegar brottvísanir úr landi er lýst. Ólíkum hópum rétthafa samkvæmt tilskipun 2004/38/EB eru skilgreindir og fjallað er um hvern hóp rétthafa fyrir sig, þar sem ólíkar reglur og viðmið gilda um hvern hóp háð fjárhagslegri virkni og tengslum við samfélagið. Litið er til breytinga á réttarstöðu EES-útlendinga við breytingar á persónulegum aðstæðum, svo sem við tímabundnar breytingar á framfærslu, breytingu á hjúskaparstöðu, o.s.frv. Fjallað verður um Evrópurétt og þá dómaframkvæmd Evrópudómstólsins sem við á, auk stöðunnar hér á landi með hliðsjón af þeim fyrirvörum sem gerðir voru við innleiðingu tilskipunarinnar á Íslandi, svo hægt sé að leggja mat á það hvort Ísland uppfylli þær skuldbindingar sem það hefur gengist undir á sviði frjálsra fólksflutninga með aðild sinni að EES-samningnum.
    Stefnt var að því að setja upp á skýran hátt hvenær EES-útlendingar dveljast löglega hér á landi og í hvaða tilvikum þeir hafa rétt til þess að njóta félagsþjónustu sveitarfélaganna og jafnræðis á við innlenda borgara, þrátt fyrir breytingar á persónulegum aðstæðum þeirra.

Samþykkt: 
  • 4.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttur EES-útlendinga og aðstandenda þeirra til búsetu hér á landi og til félagsþjónustu sveita rfélasveitarfélaga.pdf736.71 kBLokaðurHeildartextiPDF