Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6368
Áreiti sem vekja geðshræringar fanga athygli og koma í veg fyrir að fólk taki eftir öðrum áreitum sem birtast samtímis eða stuttu síðar. Á hinn bóginn hefur áreiti, sem nýverið hefur skipt mann máli, áhrif á það hvernig maður skynjar slíkt áreiti á ný. Ef eiginleikar áreitis haldast óbreyttir er maður fljótari að koma auga á það aftur. Þetta hefur verið kallað ýfing (priming). Gerðar voru tvær tilraunir. Annars vegar til að rannsaka áhrif ýfingar á svartíma, þegar áreiti sem vekja neikvæðar geðshræringar fara á undan sjónleitarverkefni. Hins vegar til að skoða svarnákvæmni undir sömu kringumstæðum. 22 þátttakendur fóru í gegnum 406 umferðir af leitarverkefnum. Í tilraun 1 leysti fólk aðgreiningarverkefni (þáttaleit). Svartímar voru mældir. Í tilraun 2 þurftu þátttakendur að gefa til kynna hvort markáreiti væri til staðar eða ekki (samleit). Skynnæmi og svarhneigð voru reiknuð. Tilgátur voru: 1) Ýfingaráhrif eru meiri þegar ógeðfelldar myndir birtast á undan sjónleitarverkefni miðað við það þegar hlutlausar eða snúnar myndir birtast á undan því, 2) skynnæmi er minna þegar ógeðfelldar myndir birtast á undan leitarverkefni en þegar myndir eru hlutlausar eða snúnar. Svarhneigð er óháð tegundum mynda. Helstu niðurstöður voru þær að ýfingaráhrif urðu ekki meiri þegar ógeðfelldar myndir fóru á undan leitarverkefni og að skynnæmi er mun minna í kjölfar þess að ógeðfelldar myndir birtast.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Berglind_Oladottir_BSritgerd.pdf | 340.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |