is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6369

Titill: 
  • „Mamma stýrði því öllu saman.“ Rannsókn á undirbúningi jólanna í Borgarfirði 1950-2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er undirbúningur jólanna í Borgarfirði rannsakaður út frá nokkrum sjónarhornum. Rannsóknin tekur aðallega fyrir síðastliðin sextíu ár þó svo að efnið tengist einnig eldri tíma. Ritgerðin byggir að mestu leyti á tíu viðtölum sem ég tók við níu einstaklinga sem ólust upp víðsvegar í Borgarfirði. Þar að auki hef ég stuðst við spurningaskrár, endurminningar og rannsóknir sem snúa að hátíðum, hefðum, hreinlæti, fagurfræði hversdagsins og verkaskiptingu. Með ritgerðinni leitast ég við að rannsaka jólahefðir, efnishyggju jólanna, hvort að ákveðnar kröfur fylgi hátíðinni og hvort það megi greina ákveðin kynhlutverk í tengslum við undirbúning jólanna.
    Efninu er skipt í fjóra kafla auk niðurlags. Fyrsti kaflinn er inngangur sem greinir frá rannsókninni og aðferðafræði hennar. Annar kafli fjallar um undirbúning jólanna út frá hugtakinu hefð og sýnir fram á tengsl svokallaðra jólahefða við samfélagslegar aðstæður. Í þriðja kaflanum er komið inn á þá efnishyggju og sölumennsku sem gjarnan fylgir jólatímanum. Fjórði kaflinn fjallar um kynhlutverk og þann stóra þátt sem konur eiga í undirbúningi jólanna.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að undirbúningi jólanna fylgi alltaf ákveðnar kröfur og hafa þessar kröfur tekið töluverðum breytingum á síðastliðnum sextíu árum. Breytingarnar eru í samræmi við breytta samfélagsgerð hverju sinni og til að mynda þurfti að huga fyrr að matnum þegar samgöngur voru verri, dregið hefur út hreingerningum á síðustu áratugum þegar nær allar konur eru útivinnandi og jólabakstur fór minnkandi þegar hráefni þóttu ekki lengur eins spennandi og þegar þau komu fyrst til landsins. Þó svo að kröfurnar hafi breyst þá virðist það gegnum gangandi að fyrst og fremst hafi komið í hlut kvenna að uppfylla þær á því tímabili sem rannsóknin miðast við. Það má þannig greina skýran mun á hlutverkum kynjanna þegar kemur að undirbúningi jólanna og segja má að bæði fyrr og nú hafi ,,mamma stýrt þessu öllu saman“.

Samþykkt: 
  • 5.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6369


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-loka.pdf3.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna