Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6374
Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. –prófs við Háskóla Íslands, leikskólakennarafræði. Er hún unnin samhliða sögunni Afi Öddi og sögugersemarnar. Í ritgerðinni er fjallað um grenndarkennslu og þjóðsögur. Rannsóknarspurningin sem gengið er út frá er: Hvernig er hægt að nýta grenndarkennslu til að kenna elstu börnum leikskóla þjóðsögur sem tengjast þeirra heimabyggð og fræða þau um fyrirbærið þjóðsögur?
Fræðileg umfjöllun hefst í 2. kafla. Hann þjónar þeim tilgangi að kynna hugtakið grenndarkennsla, út á hvað hún gengur, hvaðan hún kemur og kosti þess að nota grenndarkennslu með börnum. Í 3. kafla er skýrt frá hugtakinu þjóðsaga, hvað hún er, hvaðan hún kemur og kosti þess að læra þjóðsögur. 4. kafli er tengdur við söguna Afi Öddi og sögugersemarnar, sem búin var til sem námsefni samhliða þessari greinargerð. Þar eru hugmyndir að þemavinnu fyrir börn á aldrinum 5-6 ára sem tengist sögunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Barnabok3.pdf | 3.89 MB | Lokaður | Barnabók | ||
Þjóðsögut og grendarkensla.pdf | 565.86 kB | Lokaður | Greinargerð | ||
Þjodsoguroggrenndarkennsla_agrip.pdf | 64.25 kB | Opinn | Ágrip | Skoða/Opna | |
Þjodsoguroggrenndarkennsls_meginmal.pdf | 210.92 kB | Lokaður | Meginmál | ||
þjodsoguroggrenndarkensla_efnisyfirlit.pdf | 49.02 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna |