is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6376

Titill: 
  • Líffræði sandrækju Crangon crangon (L.) í Helguvík
  • Titill er á ensku Population dynamics of the brown shrimp, Crangon crangon (L.) at Helguvík bay, Iceland
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sandrækjan (Crangon crangon) fannst fyrst svo vitað sé á Íslandi árið 2003 og núna sjö árum seinna er hún orðin mikilvægur hluti af grunnsævisfánunni við Íslandsstrendur. Lítið hefur verið fjallað um tegundina við Ísland, en hér verður ljósi varpað á líffræði sandrækjunnar í Helguvík á Álftanesi. Sýnum var safnað frá maí fram í september árið 2008 og frá vori 2009 fram á haust 2010. Þéttleiki var metinn og rækjurnar lengdarmældar. Árið 2008 var þyngd og lengd mæld, og kyngreint úr hlutsýni (n = 652). Frjósemi og hlutfall eggja af þyngd kvendýra var reiknuð út frá smærra hlutsýni er samanstóð af 28 rækjum. Þéttleiki mældist mestur 1824 einstaklingar á hverja 100 m2 (Spönn: 10 – 1824). Kynhlutfall og þéttleiki voru breytileg á milli mánaða, sem er ekki óalgengt hjá rækjustofnum. En ólíkt öðrum rannsóknum af C. crangon, fannst ekkert samband á milli stærðar kvendýra og frjósemi þeirra annars vegar eða stærðar og hlutfalli eggja af heildarþyngd hins vegar. Hlutfall eggja af heildarþyngd sumargots í Helguvík og í Írlandshafi var þó svipað eða 0.13 og 0.12, einnig var kynhlutfallið svipað hér og komið hefur fram í öðrum rannsóknum.

  • Útdráttur er á ensku

    Crangon crangon was first discovered in Iceland in 2003 and now, seven years later, it has become an established species in the marine coastal community. Not much is known about the species in Icelandic waters and here we try to comprehend the population dynamics of the brown shrimp in Helguvík bay, southwest Iceland. Sampling was done at Helguvík bay from May to September in 2008 and from spring of 2009 until early fall of 2010. Individuals from 2008 (n = 652) were weighed, measured and sex was identified. Density and sex ratio were also calculated. Fecundity and reproductive output were calculated from a subsample of 28 shrimps and fitted with a simple linear model. Densities up to 1824 individuals per 100 m2 were observed (Range: 10 - 1824). Sex ratio and density varied a lot between months, which is not unusual in shrimp populations. In contrast to other studies from established populations, no relationship was found between the female size and fecundity or reproductive output. However, reproductive output was similar in Helguvík bay (0.13) and in the Irish Sea (0.12) for the summer brood and the sex ratio was similar to other findings.

Samþykkt: 
  • 5.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Population dynamics of the brown shrimp, Crangon crangon (L.) at Helguvík bay, Iceland.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna