en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6382

Title: 
  • is Starfsmannasamtöl hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar
Submitted: 
  • September 2010
Abstract: 
  • is

    Viðfangsefni þessarar rannsóknar voru starfsmannasamtöl hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og upplifun stjórnenda og starfsmanna til starfsmannasamtala. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru tíu viðtöl við stjórnendur og starfsmenn fimm þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Rannsóknin var tilviksrannsókn og hún varpar ljósi á ákveðið tilvik en hefur ekki beint yfirfærslu- eða alhæfingargildi. Í rannsókninni var lögð áhersla á að rýna í viðhorf og upplifun stjórnenda og starfsmanna til starfsmannasamtala og skoða hvort viðhorf þeirra hvetji til þess að starfsmannasamtölin færu fram. Einnig var kannað hvort framkvæmd starfsmannasamtala hefði áhrif á upplifun stjórnenda og starfsmanna af þeim. Að lokum var viðhorf stjórnenda og starfsmanna kannað til þess hvort starfsmannasamtöl stuðluðu að starfsþróun. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að starfsmenn og stjórnendur telja starfsmannasamtölin gott verkfæri til þess að efla og bæta samskipti starfsmanna og stjórnenda og að þau geti stutt við starfsþróun starfsmanna ef rétt er á haldið. Starfsmannasamtölin voru talin veita mikilvægar upplýsingar um líðan starfsmanna, starfsanda, verkefnastöðu, starfsmarkmið og starfsþróun. Ekki er að merkja að framkvæmd eða staðsetning starfsmannasamtalanna hafi neikvæð áhrif á upplifun starfsmanna af starfsmannasamtölum.

Accepted: 
  • Oct 6, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6382


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Berglind Leifsdóttir kt. 1010775199.pdf758.53 kBLockedHeildartextiPDF