is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6386

Titill: 
  • Æ, mamma, viltu kaupa svona? : markaðssetning og börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar bandarísk börn hefja skólagöngu sína sex ára, má gera ráð fyrir að þau hafi eytt fimm þúsund klukkustundum fyrir framan sjónvarpið. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á sjónvarpsáhorfi ungra barna á Íslandi en víst er að íslensk börn horfa mikið á sjónvarp. Eitt af því sem bandarískt sjónvarp og íslenskt eiga sameiginlegt eru auglýsingar. Tilgangur þeirra sem beina auglýsingum að börnum er að gera þau að kaupendum þess sem auglýst er og tryggum viðskiptavinum fram á fullorðinsár. Fyrsta skilyrði þess að það takist er að fanga athygli barna með auglýsingunni. Auglýsendur beita ýmsum brögðum í því augnamiði. Þau byggja öll á því að börn eiga erfitt með að gera greinarmun á auglýsingu og dagskrárefni. Fullorðnir gera glöggan greinarmun á þessu tvennu en það gera börn ekki. Þess vegna er með auglýsingu sem beint er að börnum verið að læðast aftan að þeim. Sú staðreynd gerir auglýsingamennsku og í víðara samhengi markaðssetningu sem beint er að börnum að viðvarandi siðferðilegu álitamáli.

Samþykkt: 
  • 6.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf321.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna