Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6387
Komdu á Njáluslóðir er heiti þessa verkefnis sem er kennsluverkefni hugsað fyrir börn á mótum leik- og grunnskóla. Í Rangárþingi eystra er gott samstarf milli skólastiga þar sem elstu börn leikskólans koma tvisvar í viku í grunnskólann og taka þátt í smiðjum með nemendum 1. bekkjar. Um er að ræða fimm smiðjur með sjö kennslustundum. Meginviðfangsefni smiðjanna er Brennu – Njáls saga og sögusvið hennar í Rangárþingi eystra sem nálgast er með fjölbreyttum hætti. Á þessum víðfrægu söguslóðum settu fornir kappar og frægir kvenskörungar svip sinn á samfélag fyrri alda og mörkuðu spor í Íslandssöguna. Í verkefninu höfum við kenningar John Dewey, Mariu Montessori og Howard Gardners að leiðarljósi og þá sérstaklega hugmyndir þeirra um nám ungra barna. Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru valdar með það fyrir augum að mæta þörfum einstaklingsins einnig sem leitast er við að tengja kennsluverkefnið sem flestum námsgreinum.
Kennsluverkefnið er hugsað til gagns og gamans og til þess að vekja börnin til umhugsunar um nærumhverfi sitt og hið liðna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni_v10_gyb3_hla8.pdf | 1.75 MB | Locked | Heildartexti |