is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/639

Titill: 
 • AMO og leikskólinn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar hvað uppeldi og kennslu barna með
  sérþarfir varðar. Samkvæmt lögum eiga öll börn jafnan rétt á að vera í leikskóla sama
  hvort þau eiga við sérþarfir að stríða eður ei. Áhugavert er að skoða hvernig kennslu
  barna með athyglisbrest með ofvirkni (AMO) er háttað innan leikskólans og hvernig
  þeirri hegðunarröskun er mætt inni á leikskólanum.
  Höfundur gerði tvíþætta könnun. Annars vegar var kannað hvernig
  foreldrum leikskólabarna með AMO finnst starfsfólk skólans bregðast við börnum
  þeirra fyrir og eftir greiningu og skoðað hvort foreldrum finnist þörfum sínum fyrir
  fræðslu og stuðning mætt eftir greiningu barnsins. Hins vegar var kannað hvort
  starfsfólki leikskóla finnist það fá nógan stuðning og fræðslu og hvernig því þætti
  samstarf heimilis og skóla ganga fyrir sig. Settar voru fram þrjár tilgátur fyrir hvora
  athugun. Í viðtölum við foreldra barna með AMO voru tilgáturnar þær að foreldrar fái
  þá fræðslu og stuðning sem þeir þurfa á leikskólanum; alls staðar er staðið jafn vel að
  sérkennslumálum í leikskólum Akureyrar; og foreldrar eru yfirleitt ánægðir með þá
  þjónustu sem þeir fá fyrir börnin sín. Í viðtölum við starfsfólk leikskóla voru
  tilgáturnar þær, að kennarar fái þann stuðning inni á deild sem þeir þurfa; kennarar fá
  þá fræðslu sem þeir þurfa frá ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu; og samstarf heimilis og
  skóla gengur vel hjá foreldrum og kennurum barna með AMO. Í úrtakinu voru fimm
  foreldrar sem áttu börn með AMO á leikskólastigi og fimm kennarar sem kenndu
  börnum með AMO á leikskólastigi. Fyrri könnunin leiddi í ljós að fjórar af sex
  tilgátum stóðust en það má töluvert bæta í leikskólakerfinu til þess að þjónusta börn
  með AMO og foreldra þeirra betur.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Amo_og_leikskolinn_lokaverkefni.pdf436.52 kBOpinnAMO - heildPDFSkoða/Opna