en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6390

Title: 
 • is Endurnýting í textílkennslu : raunhæfur möguleiki eða draumórar
Abstract: 
 • is

  Íbúar heimsins skilja eftir sig úrgang sem getur skapað mikla mengun. Sífellt erfiðara verður að farga vaxandi úrgangsmagni heimsins á umhverfisvænan hátt. Mikilvægt er að grípa inn í þessa þróun og draga úr úrgangsmyndun og þar með mengun. Til að minnka úrgangsmyndun og draga úr hráefnisnotkun eru margar leiðir og er endurnýting ein af þeim. Fatnaður er hluti af þeim úrgangi sem jarðarbúar skilja eftir sig. Endurnýting á fatnaði er möguleiki sem er í senn arðbær og umhverfisvænn.
  Í þessu lokaverkefni er farið yfir þróunarverkefni um endurnýtingu í textílkennslu. Upphafleg hugmynd að verkefninu kviknaði í vettvangsnámi haustið 2009. Hugmyndin þróaðist í námskeið í endurnýtingu á fatnaði og öðrum textíl í samvinnu við félagsmiðstöðina Miðgarð á Höfn í Hornafirði. Þróun verkefnisins var langt og lærdómsríkt ferli sem ég lagði mikla vinnu í. Öll vinnan í ferlinu, námskeiðið og afrakstur þess leiddu í ljós að endurnýting á fatnaði og öðrum textíl er raunhæfur og skemmtilegur möguleiki í textílkennslu.
  Á vefsíðunni http://picasaweb.google.com/hermannsson
  má finna myndir af afrakstri þátttakenda námskeiðs sem haldið var í samvinnu við félagsmiðstöðina Miðgarð á Höfn í Hornafirði. Þar má einnig finna hugmyndabanka höfundar með ýmsum hugmyndum endurnýtingar í textílkennslu.

Accepted: 
 • Oct 6, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6390


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Endurnýting í textílkennslu.pdf2.46 MBOpenHeildartextiPDFView/Open