is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6392

Titill: 
 • Íslensk tónlist sem landkynning
 • Titill er á ensku Influences of Icelandic music on destination promotion
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ísland er þekkt fyrir náttúrufegurð sína og er það sá þáttur sem dregur flesta ferðamenn til landsins. Landið státar einnig af tónlistarmönnum sem náð hafa miklum árangri erlendis og þykja gjarnan hafa vakið athygli á heimalandi sínu úti í heimi. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig íslensk tónlist eflir landkynningu Íslands og hver áhrif hennar eru á komu erlendra gesta til landsins. Í rannsókninni er beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem stuðst er við opin viðtöl við tólf einstaklinga, ellefu við erlenda ferðamenn sem sótt hafa íslensku tónlistarhátíðina Iceland Airwaves og eitt við Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, framkvæmdastjóra Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Rætt var við viðmælendur meðal annars um íslenska tónlist, íslenskar tónlistarhátíðir, ferðalög tengd tónlist og áhrif tónlistar á landkynningu.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur úrslitaáhrif á ákvörðun ferðamannanna um að ferðast til Íslands. Viðmælendur rannsóknarinnar voru sammála um að íslensk tónlist hefði vakið hjá þeim áhuga á Íslandi en þurft hafi viðburð eins og Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina til að þeir heimsæktu landið. Hátíðin stuðlar auk þess að því að ferðamenn heimsækja landið oftar en einu sinni. Af þessu má álykta að íslensk tónlist vekur athygli á landinu, eflir landkynningu og þar að auki þykir íslensk tónlist nokkuð frábrugðin tónlist annarra landa og gefur þar með til kynna að Ísland sé framandi og spennandi áfangastaður. Þegar fólk heyrir tónlistina verður það forvitið um Ísland og þannig eykur íslensk tónlist vitund fólks um tilvist landsins. Þær hljómsveitir sem voru oftast nefndar í tengslum við landkynningu á Íslandi voru Björk, GusGus, Múm, Sigur Rós og Sykurmolarnir.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslensk tónlist eykur vægi Íslands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Landið er þekkt fyrir náttúrufegurð og næturlíf Reykjavíkurborgar en íslensk tónlist er þáttur sem viðmælendur nefndu að yki enn frekar álit þeirra á landinu sem áfangastað. Það er því sú heild sem fyrrnefndir þættir mynda sem skapar jákvæða ímynd af Íslandi meðal erlendra ferðamanna.
  Lykilorð: Íslensk tónlist, Tónlistarhátíðir, Tónlistarferðamennska, Landkynning, Sykurmolarnir, Björk, Sigur Rós, Múm, GusGus, Iceland Airwaves

 • Útdráttur er á ensku

  Iceland is known for its natural beauty and it is in fact what attracts the majority of visitors. But the country is also known for producing international music superstars that have had major influences introducing their country to the rest of world. The goals of this study are to find out how Icelandic music promotes Iceland as a destination and explore what kind of effects it has on foreign arrivals. Qualitative research methods were used and open interviews were conducted with twelve individuals. Eleven foreign guests of Iceland Airwaves music festival were interviewed and in addition the managing director of the Icelandic Music Export Office, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, was interviewed. The interviewees were asked about their familiarity with Icelandic music, Icelandic music festivals, music related travels and the effects that music can have on destination promotion.
  The main conclusion of the research is that Iceland Airwaves music festival has the biggest impact on travellers’ decision to go to Iceland. Even though interviewees agreed that Icelandic music made them interested in Iceland they needed an event like Iceland Airwaves so they would travel to the country. The festival also encourages people to travel more than on one occasion to Iceland. The conclusion is, for that matter, that Icelandic music does create interest about the country and promotes Iceland as destination. Icelandic music is also considered slightly different than music from other countries and hints that Iceland is an exotic and exciting destination to visit. The Icelandic bands and artists that were most often mentioned in this study in terms of destination promotion were Björk, GusGus, Múm, Sigur Rós and Sugarcubes.
  Icelandic music increases the value of Iceland as a destination for foreign travellers. The country is recognized for its natural beauty and Reykjavik’s reputation for its wild nightlife but Icelandic music is a factor that increases Iceland’s value even more as a destination. It is therefore the combination of before mentioned factors that give foreigners a positive image of Iceland.
  Keywords: Icelandic music, music festivals, music tourism, destination promotion, Sugarcubes, Björk, Sigur Rós, Múm, GusGus, Iceland Airwaves.

Samþykkt: 
 • 8.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc - Íslensk tónlist sem landkynning - Tómas Viktor Young.pdf268.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna