Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6393
Human population is ever increasing. Population in 2009 is currently approaching 7 billion people and is expected to become 9.7 billion in 2050. Seafood is an important protein income for humans. According to FAO, more than 80% of all fish stock on Earth are either fully exploited or over exploited. Fisheries have considerable environmental impacts such as effects on seafloor caused by fishing gear, effects on biodiversity, use of fossil fuels and other chemicals that contribute to climate changes, acidification and ecosystem toxicity, and depletion of minerals.
By applying Life Cycle Assessment (LCA) a holistic overview over the whole life cycle of a final product can be gained. In this study 1 kg of frozen processed Icelandic cod product is assessed, caught by two different fishing gears, a long liner and a bottom trawler in order to evaluate their environmental impacts. The data was gathered from two seafood companies in Iceland, FISK Seafood that owned and operated the bottom trawler Hegranes Sk and Vísir Hf that owns and operates the long liner Kristín ÞH. Information came from two fish process plants owned by the seafood companies at Sauðárkrókur and Þingeyri. The product was followed from the processing plant through transportation to Sevilla in Spain where it is sold and consumed. The conclusions are that bottom trawled cod compared to long line caught cod, has higher environmental impacts within all categories assessed such as climate change,respiratory organics/inorganics, eco-toxicity, acidification and fossil fuel. The most dominating phase within both fishing methods is the fishery phase, which is due to fossil fuel consumption. For 1 kg of processed bottom trawled cod, 1.1 litre of fuel was combusted by the fishing vessel. For same amount of long liner caught cod, 0.36 litres were utilized.
Substantial environmental impact is coming from processing phase, especially within the trawled cod product. This is mainly due to cooling agents that are utilized inside the processing plant and have great inputs from nature resources when produced together with emissions to soil, air and water. For long lined cod the second greatest environmental impact is the transportation with most of the environmental impact coming from trucks that transport the product in Iceland and in target country of the product. Carbon footprint was calculated both for trawled and for long lined cod. The trawled cod results in 5.14 kg CO2 equivalence while the long lined cod calculates to be 1.58 kg CO2 eq.
Fólksfjöldi jarðar nálgast nú 7 milljarða. Ef tekið er tillit til spár Sameinuðu Þjóðanna þá mun fjöldi fólks árið 2050 verða kominn yfir 9 milljarða. Allur þessi fjöldi fólks þarf á fæðu að halda. Prótín frá sjávarafurðum er ein mikilvægasta prótín uppspretta sem við höfum aðgang að. Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst því yfir að yfir 80% allra fiskistofna séu ýmist full- eða ofnýttir. Einnig hafa fiskveiðar eins og þær eru stundaðar í dag í för með sér töluverð umhverfisáhrif. Þar má nefna áhrif sem veiðarfæri hafa á sjávarbotninn, áhrif fiskveiða á líffræðilegan fjölbreytileika, áhrif jarðefnaeldsneytis á hlýnun jarðar, súrt regn og súrnun sjávar ásamt eituráhrifum innan vistkerfa og ofnýtingu á hráefnis birgðum jarðar. Vistferilgreining (LCA) gerir okkur kleift að fá heilstæða mynd af lífsferli vöru eða þjónustu.
Í þessu MS verkefni er tekið fyrir og borið saman 1 kg af léttsöltuðu lausfrystu þorskflaki með roði og beini veiddu með botnvörpu annars vegar og á línu hins vegar. Upplýsingum var safnað frá tveimur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum FISK Seafood sem átti og rak ístogarann Hegranes SK og Vísi hf sem á og rekur línubátinn Kristínu ÞH. Gögnum var safnað frá vinnslustöðum beggja fyrirtækja, FISK Seafood á Sauðárkrók og Vísis hf á Þingeyri. Vörunni var svo fylgt frá vinnslu í gegnum flutninga til Sevilla á Spáni þar sem varan er seld. Helstu niðurstöður eru þær að þorskur veiddur í botnvörpu hefur umtalsvert meiri umhverfisáhrif innan allra þeirra umhverfisþátta sem tekið var tillit til. Mestu umhverfisáhrifin eru að finna innan fiskveiðanna sjálfra sem kemur til vegna olíunotkunar skipanna. Til að veiða 1 kg af því er samsvarar fullunninni afurð þá brennir fiskveiðiskipið með botnvörpuna 1,1 líter af olíu á meðan línuskip notar 0,36 lítra. Umtalsverð umhverfisáhrif er einnig að finna innan frystihúsanna þar sem að vinnslan fer fram sér í lagi vegna kælimiðla sem þar eru notaðir. Flutningur á afurðinni er einnig stór þáttur í umhverfisáhrifunum þar sem að afurðinni er keyrt kældri langar leiðir og flutt sjóleiðis í kældum gámum til Evrópu með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Reiknuð voru út svokölluð sótspor sem segja til um útblástur gróðurhúsategunda umreiknuð yfir í koltvísýringsígildi. Sótspor 1 kg þorsks sem veiddur er með botnvörpu eru 5,14 kg koltvísýringsígildi á meðan sótspor sama magns af línuþorski er 1,58 kg koltvísýringsígildi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thesis1.pdf | 1,93 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |