is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6396

Titill: 
  • Að finna sjálfið, eða finna það upp. Viðmið um sjálfið í sálfræði og heimspeki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kristján Kristjánsson heimspekingur setur fram kenningu um sjálfið í bókinni The Self and Its Emotions (2010). Kenningunni teflir hann fram sem óhefðbundnu rannsóknarviðmiði gegn hefðbundnu rannsóknarviðmiði í sálfræði. Efni þessarar ritgerðar er að skýra í meginatriðum í hverju þessi munur er fólginn. Til að skýra forsendur sálfræðinnar er stuðst við bók Susan Harter frá árinu 1999, The Construction of the Self. Samkvæmt Harter (1999) mótast sjálfið af vitsmunaþroska og af samskiptum við umhverfið. Grundvallarforsendur Kristjáns eru að til sé raunverulegt sjálf sem sé kjarni hverrar manneskju. Hugsmíðakenningar (e. construction-ism) í sálfræði gera ekki greinarmun á sjálfi og sjálfs-mynd (e. self concept) en samkvæmt Kristjáni Kristjánssyni staðfestir þessi munur tilvist raunverulega sjálfsins sem eigi rætur í tilfinningunum (e. emotions). Í ritgerðinni er gerð grein fyrir algengri rann-sóknarhefð á tilfinningum í sálfræði og hugmyndir Kristjáns um eðli tilfinninga skýrðar. Raktar eru niðurstöður af heildargreiningu Baumeister og félaga frá 2003 á tengslum sjálfsálits við velgengni. Tengsl sjálfsálits og tilfinninga eru skýrð og greint er frá nýlegum rannsóknum á ómeðvituðu sjálfsáliti (e. implicit self-esteem). Hugmyndir Kristjáns um túlkun á niðurstöðum sem tengjast mælingum á ómeðvituðu sjálfsáliti eru raktar. Að lokum er greint frá langtímarannsókn Emmy E. Werner og samstarfsmanna sem lýsir því hvaða eiginleikar það eru í fari einstaklinga og umhverfi þeirra sem stuðla að góðum þroska, þrátt fyrir erfiðleika. Rannsóknin styður vel við hugmyndir Kristjáns um sjálfið sem stöðugan kjarna með rætur í tilfinningum.

Samþykkt: 
  • 8.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að finna sjálfið_IS.pdf366,79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna