is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6397

Titill: 
  • Súrrealismi, melódrama og draumar. Kvikmyndir Luis Bunuel í ljósi höfundarkenningarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um höfundarkenninguna, upphaf hennar og hugmyndafræði síðastliðna áratugi, og ferill spænska leikstjórans Luis Buñuel skoðaður í ljósi hennar. Fyrst eru rædd nokkur lykilverk og greinar í sögu kenningarinnar sem fylgjendur hennar rituðu ásamt því að ræða þá gagnrýni sem kenningin hefur fengið á sig. Í seinni köflum eru kvikmyndir Buñuel ræddar sérstaklega út frá kenningunni. Fyrstu kvikmyndir hans voru gerðar meðan hann var meðlimur í Súrrealistahreyfingunni og er farið í gegnum þá hugmyndafræði sem einkennir súrrealíska listsköpun eins André Breton ritaði um í stefnuyfirlýsingu Súrrealistanna ásamt því að greina kvikmyndirnar Un Chien Andalou og L‘Age d‘Or. Þar á eftir er mexíkóska tímabil ferils Buñuel tekið fyrir ásamt kvikmyndunum Los Olvidados, El Bruto, The Young One, Viridiana, El Ángel Exterminador og Símon del Desierto. Síðasti kaflinn fjallar um Buñuel undir lok ferils síns eftir að hann hefur snúið aftur til Evrópu og hafið að gera kvikmyndir þar á nýjan leik. Í þeim kafla eru kvikmyndirnar Le Journal d'une Femme de Chambre, Belle de Jour, La Voie Lactée, Tristana, Le Charme Discret de la Bourgeoisie, Le Fantôme de la Liberté og Cet Obscur Objet du Désir greindar út frá höfundarnálguninni.

Samþykkt: 
  • 8.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unnarfs.pdf172.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna