is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6399

Titill: 
 • Sannprófun á skilyrðum Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda á árunum 2000-2006
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sannprófun umhverfismats er viðurkennd aðferð til þess að komast að raunverulegum áhrifum framkvæmdar eftir að leyfi fyrir framkvæmd hefur verið gefið út og framkvæmdir hafa hafist. Sannprófun veitir grundvallarupplýsingar um hvort spár og mótvægisaðgerðir hafi gengið eftir og skilyrði verið virt, hvort þau hafi skilað árangri í samræmi við markmið mats á umhverfisáhrifum og hvort tekist hafi að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  Markmið verkefnisins voru 1) að kanna hvort og hvernig skilyrðum í úrskurðum Skipulagsstofnunar og umhverfisráðherra vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda á árunum 2000-2006 hafi verið framfylgt og 2) að kortleggja og greina samráð milli framkvæmdaraðila og annarra aðila sem tilgreindir voru í skilyrðum og hvort skilyrðin hafi skilað tilætluðum ávinningi. Gögnum var safnað með því að leggja staðlaðan spurningalista um hvert skilyrði fyrir framkvæmdar- og samráðsaðila vegna framkvæmda á tímabilinu sem voru háðar skilyrðum og ráðist hafði verið í.
  Framkvæmdaraðilar uppfylltu stærstan hluta skilyrða (84%). Árangur af því að uppfylla skilyrði var einungis metinn í 29% tilfella. Samkvæmt framkvæmdaraðila hafði samráð um tiltekið skilyrði átt sér stað í 79% tilvika, en samkvæmt samráðsaðilum í 58% tilvika. Flokkun leiða við uppfyllingu skilyrða leiddi í ljós að samráð, tæknilegar lausnir og grunnrannsóknir voru oftast notaðar.
  Niðurstöðurnar sýndu að framkvæmdaraðilar ráðast í að uppfylla talsvert stóran hluta skilyrða, en árangursmat þ.e. hvort uppfylling skilyrðis hafi skilað tilætluðum ávinningi má greinilega bæta og hlutverk samráðsaðila verður að skilgreina betur. Nú þegar skilyrði eru ekki lengur sett fyrir framkvæmdum er e.t.v. enn meiri óvissa um hvort eftirfylgni sé með framkvæmdum. Þar sem framkvæmdaraðilar framfylgdu skilyrðum í flestum tilvikum má áætla að skilyrði séu góð aðferð til að sjá til þess að t.d. vöktun, eftirlit, mótvægisaðgerðir, samráð o.fl. sé framkvæmt eftir að framkvæmdarleyfið er gefið út. Ef niðurstöður sannprófunar umhverfismats væru aðgengilegar fyrir almenning og fagfólk gæti skapast meiri sátt meðal þeirra um framkvæmdir.

 • Útdráttur er á ensku

  Environmental impact audit has been widely acknowledged as a method for assessing actual impacts. Auditing reveals whether predictions were accurate, if mitigation measures and planning conditions have been put into action and whether attempts were made to minimize negative environmental impacts.
  The goal of the study was to 1) survey if and how planning conditions from environmental impact assessment rulings that the Icelandic National Planning Agency and the Minister for the Environment set in the years 2000-2006 were fulfilled and 2) to map and analyze cooperation between developers and consultees that were stated in the conditions and whether the conditions had been successful. A questionnaire was sent to a selected sample of developers and consultees asking if and how set conditions were fulfilled.
  The survey revealed that developers fulfilled most of the set conditions (84%). However, the success of fulfilling the conditions was only evaluated in 29% of cases. According to developers, consultation occurred in 79% of cases, but according to the consultees in 58% of cases. The most common approaches used to fulfil conditions were consultation, technical solutions and filling in knowledge gaps by basic research.
  The study showed that developers fulfilled their conditions in most cases, but the process of evaluating success could be improved. It is needed to answer if fulfilling the conditions was successful. In addition, the role of consultees should be better defined. Seeing that developers fulfilled most conditions it can be assumed that conditions are practical in making sure that monitoring, supervision, mitigation measures etc. are fulfilled post development. Since setting conditions for projects subject to EIAs is no longer practiced under the current EIA law in Iceland, uncertainty regarding EIA follow up may have increased. If EIA audit results would be accessible to the public and specialists it would likely create more reconciliation regarding developments.

Samþykkt: 
 • 8.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Ritgerd KSB.pdf922.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Vil að það sé ekki hægt að afrita skrána nema með mínu leyfi.