is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6405

Titill: 
  • Mataræði og hreyfing leikskólabarna : huga leikskólar nóg að mataræði og hreyfingu leikskólabarna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessara ritgerðar er að kanna hvort leikskólar hugi vel að mataræði og hreyfingu barna. Hreyfing og mataræði skipta miklu máli bæði fyrir börn og fullorðna svo þau fái þau næringarefni og orku sem þau þurfa úr matnum til að takast á við daginn. Með hreyfingu líður fólki betur bæði andlega og líkamlega, mikilvægt er því að leikskólar hugi bæði vel að hreyfingu og mataræði leikskólabarna. Þau börn í dag sem dveljast lengst á leikskólum eru í níu tíma á dag 5 daga vikunnar. Þetta er stór hluti af deginum og börnin borða morgun, hádegismat og kaffi á leikskólanum það er þrjár af fjórum stórum máltíðum á dag. Mikilvægi þess að leikskólarnir hafi hollan mat er því gríðarlega mikill, þar sem börnin borða að mestum hluta á leikskólunum. Ég skoðaði hreyfingu og mataræði barna á fjórum leikskólum, tveimur á höfuðborgarsvæðinu og tveimur af landsbyggðinni. Sendir voru spurningalistar til allra leikskólanna, með það í huga að það myndi svara rannsóknarspurningunni. Spurt var almennt um mataræði barnanna og undirbúning hans. Einnig var spurt um hreyfingu barnanna, hversu mikil hún er, aðgegni og aðstæður til hreyfingar. Niðurstaðan er sú að leikskólar huga vel að hreyfingu og mataræði barna, þar sem lögð er áhersla á að börnin fái hollan og næringarríkan mat. Allir leikskólarnir fara eftir ráðleggingum frá Lýðheilsustöð um mataræði fyrir börn. Lýðheilsustöð hefur gefið út bækling sem nefnist handbók fyrir leikskólaeldhús. Huga leikskólarnir einnig vel að hreyfingu barnanna þar sem skipulagðar hreyfistundir eru og eru þær með hreyfiþroska barnanna í huga. Er það mat höfundar að þó leikskólar hér á landi hugi vel að mataræði og hreyfingu barna, geta þeir staðið betur að vígi og að oft megi margt betur fara hjá þeim. Huga leikskólar misvel að þessum þáttum og er það því mikilvægt að leikskólar skoði hvað er á boðstólnum hjá þeim og lagi þar sem betur megi fara. Það sama á við um hreyfingu að fylgjast þarf vel með hreyfingu barna svo hægt sé að aðstoða barnið ef þess er þörf. Er það því mikilvægt að leikskókar skoði hvar þeir standi hvað varðar mataræði og hreyfingu barna.

Samþykkt: 
  • 8.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin, lokaeintak.pdf487.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
heimildarskrá.pdf57.57 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðauki.pdf64.47 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna