is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6408

Titill: 
  • Lotubundin stærðfræðikennsla : rannsókn á þróunarverkefn við Njarðvíkurskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna reynslu og viðhorf kennara, foreldra og nemenda í 2.-5. bekk til nýs fyrirkomulags í stærðfræði við Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ. Haustið 2005 var tekin upp samkennsla í 3. og 4. bekk. Með þessum skipulagsbreytingum breyttust kennsluhættir hjá kennurum til þess að hægt væri að vinna með hvern nemanda á sínum forsendum. Í framhaldi af því fengu kennarar samkennslunnar þá hugmynd að þróa stærðfræðikennsluna markvisst í takt við breytingarnar með eins konar lotukerfi. Nú hefur fyrirkomulagið í stærðfræði þróast í öllum árgöngum skólans. Þátttakendur rannsóknarinnar skiptust í þrjá hópa. Í fyrsta lagi var um að ræða sjö kennara, í öðru lagi 64 foreldra eða forráðamenn nemenda í 2. til 5. bekk og loks var um að ræða 115 nemendur, þ.e. 51 í 2.-3. bekk, þar af 25 drengi og 26 stúlkur og 64 nemendur í 4.-5.bekk, 39 drengi og 25 stúlkur. Um var að ræða blandað rannsóknarsnið þar sem beitt var bæði megindlegum og eigindlegum aðferðum við gagnaöflun og gagnaúrvinnslu. Niðurstöðurnar sýna að reynsla og viðhorf kennara, forráðamanna og nemenda gagnvart skipulagi náms og kennslu í stærðfræði við Njarðvíkurskóla er mjög jákvætt. Langflestir foreldrar telja fyrirkomulagið gagnlegt og kennurum finnst það auðvelda sér að fylgjast með námsframvindu hvers nemanda. Nemendum líður vel í stærðfræðináminu og vinna verkefni sem hæfa getu þeirra og þekkingu þar sem námið er byggt upp á þann hátt að komið er til móts við getu hvers og eins.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-EbbaLara.pdf790.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna