is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6410

Titill: 
 • Rauðhetta í tímans rás : áhrif samfélagsbreytinga á ævintýri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um ævintýrið Rauðhetta. Áður en eiginleg athugun á því átti sér stað var hugtakið ævintýri skoðað og útskýrt, flokkun og skráning ævintýra sem og táknræn merking þeirra skilgreind.
  Til þess að geta greint söguna um Rauðhettu vildum við athuga hvað fræðimenn hafa að segja um málfar barnabókmennta og hvernig þau er almennt „matreidd“ fyrir börn. Einnig skoðuðum við myndskreytingar bóka.
  Skoðaður var uppruni sögunnar af Rauðhettu, bæði skrásetning Perrault árið 1697 og Grimmsbræðra árið 1812 og gerður samanburður á þessum útgáfum. Upprunann töldum við mikilvægan í því ljósi að geta rýnt í nýrri útgáfur á íslensku, borið þær saman við uppruna sögunnar og gagnrýnt á sanngjarnan hátt.
  Við reyndum að gera tæmandi lista yfir allar þær bækur sem hafa verið gefnar út á íslensku um Rauðhettu, eru þær samkvæmt því 47 talsins.
  Í lok ritgerðarinnar bárum við saman margar mismunandi útgáfur sögunnar með texta, myndir og kímni sögunnar í huga. Skiptum við þeim upp í þrjú tímabil með þessum hætti: bækur gefnar út á árabili 1886- 1959, 1960- 1989 og loks 1990 - 2010.
  Rauðhettusagan virðist breytast hægt og bítandi með tíðarandanum, bæði hvað varðar málfar, lengd og myndskreytingar. Greinilega má sjá hvernig bókaútgefendur breyta sögunni eftir eigin höfði.

Samþykkt: 
 • 11.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð til prentunar.pdf391.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna