is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6430

Titill: 
  • Hljóta nemendur í 9. bekk þjálfun í lestri og ritun með netnotkun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þróun upplýsingatækninnar er hröð og hefur áhrif á möguleika til náms og kennslu. Í lokaverkefni okkar fjöllum við um þjálfun barna í lestri og ritun í tengslum við upplýsingatækni. Auk þess birtum við niðurstöður rannsóknar okkar þar sem við könnuðum hvort nemendur í 9. bekk hljóti þjálfun í lestri og ritun með netnotkun. Með rannsókninni var leitast við að fá upplýsingar um hvort nemendur hljóti markvissa þjálfun í lestri og ritun með netnotkun og nýti sér það framboð af íslensku námsefni sem í boði er á Veraldarvefnum.
    Við gerðum megindlega rannsókn á viðfangsefninu og lögðum spurningalista fyrir 28 nemendur í 9. bekk í tveimur grunnskólum, Grunnskóla Reyðarfjarðar og Grunnskóla Seltjarnarness. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar studdu tilgátu okkar sem var þess efnis að nemendur hljóta ekki markmvissa þjálfun í lestri og ritun með netnotkun. Við drögum þá ályktun að nemendur og kennarar geti nýtt upplýsingatæknina frekar til náms og kennslu í lestri og ritun en gert er.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak B Ed ritgerd_ KG_STH 290410.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna