Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/6434
Í ritgerðinni er fjallað almennt um heyrnaleysi. Fjallað er um þá sögu sem heyrnalausir hafa þurft að ganga í gegnum. Sagan var fróðleg lestning og margt sem kom þar á óvart eins og til dæmis að það séu bara 30 ár síðan táknmálsfréttir voru fyrst fluttar, og hvað táknmálið er komið stutt á veg ef svo má segja. Komið er inn á máltökuna og málþroskann, sem er eitt af því sem öll börn ganga í gegnum þegar þau læra sitt móðurmál. Máltakan er mjög spennandi viðfangsefni og farið er yfir „Döff“ börn og „Coda“ börn sem eru börn heyrnalausra foreldra.Fjallað er um þá sem eru heyrnaskertir og heyrnalausir. Skoðaður mismunurinn á táknmáli, sem er móðurmál heyrnalausra, og tákn með tali sem er ekki táknmál heldur er notað raddmál samhliða táknmálinu. Einnig er minnst á kuðungsígræðslu sem margir virðast vera farnir að nota sér, en það eru ekki allir sammálum um ágæti þessara aðgerðar. Ég átt smá viðtal við móður heyrnarlausrar stelpu og ég kem inn á það. Loks er komið inn á leikskóla sem hefur verið hvað fremstir með táknmálskennslu af leikskólum landsins. Þar hefur Sólborg verið hvað mest áberandi. Sólborg hefur bæði börn og starfsfólk sem hafa táknmál að móðurmáli.