is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6435

Titill: 
 • Titill er á ensku Oxygenation in Glaucoma
 • Súrefnismettun í gláku
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Purpose:
  For 150 years there has been a debate about what causes glaucoma. There is considerable evidence to support the idea that there is decreased or poorly controlled ocular blood flow in glaucomatous eyes, which could possibly cause glaucoma. The purpose of the study is to measure retinal vessel oxygen saturation in glaucoma patients and determine whether there is a correlation between retinal oxygen saturation and glaucomatous visual field defects.
  Methods:
  Retinal vessel oxygen saturation in patients with open-angle glaucoma with and without pseudoexfoliation was measured in first and second degree retinal vessels with a spectrophotometric retinal oximeter (Oxymap retinal oximeter) and evaluated with visual fields attained from Octopus 123. The mean visual field defect was evaluated in relation to oxygen saturation of hemoglobin in corresponding retinal blood vessels (n=45). Retinal vessel oxygen saturation between areas with asymmetrical visual field defects within the same eye was also compared (n=13). Statistical analysis was performed with Pearson’s r Correlation and Student´s t-test.
  Results:
  Oxygen saturation in retinal venules was positively correlated with visual field mean defect (r=0.36, p=0.015) A statistically significant correlation was observed between arteriovenous difference in oxygen saturation (r=-0.42, p=0.00037) and visual field mean defect . No correlation was found in retinal arterioles (r=-0.12, p=0.43).
  In patients with asymmetrical visual field defects within the same eye, the mean arteriolar oxygen saturation was lower (98±5%) in areas corresponding to a deeper visual field defect compared to healthier areas (102±6%, p=0.04). The arteriovenous difference was also lower in areas corresponding to deeper visual field defect (30±10%) compared to healthier areas (37±10%, p=0.04). The venules showed no statistically significant difference (p=0.3).
  Conclusion:
  Deeper glaucomatous visual field defects are associated with decreased arteriovenous difference in retinal oxygen saturation and possibly a decreased oxygen delivery to the retinal tissues—perhaps resulting from less oxygen consumption because of degeneration of the retina and glaucomatous damage. The data suggest disturbed oxygen metabolism in the glaucomatous retina indicating the need of further study on oxygen metabolism in glaucoma for a better understanding of the physiology and the role of oxygen in the pathogenesis of the disease.

 • Markmið:
  Deilt hefur verið um orsakir gláku í 150 ár. Margt bendir til þess að blóðflæði í augum glákusjúklinga sé minnkað eða því illa stjórnað og getur það hugsanlega leitt til súrefnisskorts. Markmið verkefnisins er því að mæla súrefnismettun sjónhimnuæða í glákusjúklingum og kanna hvort tengsl séu á milli súrefnismettunar og sjónsviðsskemmda í gláku.
  Efni og aðferðir:
  Súrefnismettun í sjónhimnuæðum sjúklinga með gleiðhornsgláku með og án flögnunarheilkennis (e. pseudoexfoliation) var mæld í fyrsta og annars stigs sjónhimnuæðum með súrefnismæli (Oxymap retinal oximeter) og borin saman við sjónsvið fengin úr Octopus 123 sjónsviðsmæli. Meðalsjónsviðsskemmd (e. mean visual field defect, MD) var metin með tilliti til súrefnismettunar í samsvarandi sjónhimnuæðum (n=45). Súrefnismettun sjónhimnuæða var einnig metin á milli ósamhverfra glákuskemmdra svæða í sama auga (n=13). Framkvæmd voru Pearson’s r fylgnipróf og stúdents t-próf hvað varðar tölfræðilega marktækni.
  Niðurstaða:
  Jákvæð fylgni var á milli súrefnismettunar bláæða og meðalsjónsviðsskemmdar (r=0.36, p=0.015). Sömuleiðis minnkaði munur í súrefnismettun milli slagæðlinga og bláæðlinga marktækt með aukinni meðalsjónsviðsskemmd (r=-0.42, p=0.00037). Engin fylgni var milli súrefnismettunar í slagæðlingum og meðalsjónsviðsskemmdar (r=-0.12, p=0.43).
  Hjá sjúklingum með ósamhverfar glákuskemmdir innan sjónsviðs í sama auga mældist lægri súrefnismettun hjá slagæðlingum (98±5%) sem tilheyrðu svæði með dýpri glákuskemmd samanborið við heilbrigðara svæði (102±6%, p=0.04). Munur í súrefnismettun milli slagæðlinga og bláæðlinga var einnig lægri á glákuskemmdum svæðum (30±10%) samanborið við heilbrigðari svæði (37±10%, p=0.04). Enginn marktækur munur fannst á súrefnismettun bláæðlinga (p=0.3).
  Umræða:
  Svæði með dýpri glákuskemmd hafa minni mun í súrefnismettum milli slagæðlinga og bláæðlinga og hugsanlega minni súrefnisflutning til vefsins. Þetta kann að stafa af minni súrefnisnotkunar vegna rýrnunar sjónhimnu og glákuskemmda. Niðurstöður okkar benda til truflunar á súrefnisefnaskiptum í sjónhimnu glákusjúklinga og kalla á frekari rannsóknir á súrefnis-efnaskiptum sjónhimnu í glákusjúklingum til þess að auka skilning á lífeðlisfræði gláku og hlutverki súrefnis í þróun sjúkdómsins.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarnámssjóður, Vísindasjóður LSH og Sjónverndarsjóður.
Samþykkt: 
 • 11.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oxygenation in glaucoma.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna