is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6436

Titill: 
  • Titill er á ensku Yoga Intervention in the Aftermath of an Earthquake in Iceland. The Effect of Six-week Hatha Yoga Program on Psychological Complications following an Earthquake.
  • Jóga í kjölfar jarðskjálfta á Suðurlandi. Áhrif sex vikna hatha jógaiðkunar á sálræn einkenni í kjölfar jarðskjálfta
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Background: The strain of responding to stressful situations can be cumulatively detrimental over time and lead to physical and mental disorders. Many research indicate that positive coping strategies as yoga are one kind of self-helping mind-body relaxation technique that works to enhance stress-coping mechanisms. Few studies have explored the effect of hatha yoga practice on stress and stress related symptoms in the aftermath of a natural disaster. Design: This was a non-randomized, community intervention with pre- and post-intervention valid measurements. Objective: To evaluate the effectiveness of hatha yoga on perceived stress and stress related symptoms. Participants: Fifty eight individuals, from highly exposed earthquake areas were self selected into the research and divided into an experimental group and a control group on a waitlist. Intervention: A hatha yoga program emphasizing balance of physical activity, breathing exercises and mindfulness meditation was instructed twice a week for six weeks. Several questionnaires were administered and blood pressure measured pre- and post intervention. Results: Multivariate analysis of variance (MANOVA) showed statistically significant improvement of quality of relations (P<.035) and quality of sleep (P<.029) measured by subscales of IQL. Participants in both groups showed a significant improvement in concentration, well being and quality of life. There was a significant improvement in stress, post-trauma symptoms, depression and anxiety from pre to post intervention in both groups. Conclusion: Current findings suggest that hatha yoga may be considered as a valuable self-helping strategy to improve sleep and relations. Studies of a long-term hatha yoga practice on PTSD and moderate to high levels of anxiety and depression are suggested. Research on the use of hatha yoga as an intervention in early stage of traumatic situation and crisis is recommended.
    Keywords: Anxiety, Concentration, Depression, Natural disaster, Sleep, Stress, Yoga

  • Rannsókn þessi var unnin sem meistaraverkefni í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Tilgangur hennar var að kanna áhrif reglubundinnar hatha jógaiðkunar á streitu, kvíða, þunglyndi og svefn í kjölfar jarðskjálfta. Kannanir sýna að fólk leitar í auknum mæli eftir óhefðbundnum leiðum sér til heilsubótar. Ýmsar rannsóknir benda til að jóga geti dregið úr streitu, kvíða og þunglyndi. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum jóga á streitu í kjölfar náttúruhamfara. Þessi rannsókn var gerð eftir jarðskjálftann á Suðurlandi 29. maí 2008. Þátttakendur voru í tveimur hópum og komu aðalega frá Selfossi og Hveragerði. Annar hópurinn fékk sex vikna jógaíhlutun meðan hinn hópurinn var á biðlista til samanburðar. Jógaþjálfunin fólst í mildum jógaæfingum, öndun og hugleiðslu tvisvar í viku. Til að kanna áhrif jógaiðkunar voru viðurkenndir spurningalistar lagðir fyrir þátttakendur fyrir og eftir jógaíhlutun. Einnig var mældur blóðþrýstingur í upphafi og lok íhlutunar. Niðurstöður sýndu að hóparnir voru sambærilegir í upphafi rannsóknarinnar. Tölfræðiprófið MANOVA var notað til að meta mun á hópunum fyrir og eftir íhlutun. Munur var á hópum í lok jógaíhlutunar á svefni sem batnaði marktækt (P<.029) í jógahópnum og einnig varð marktækur munur á samskiptum (P<.035) samkvæmt undirskölum HL spurningalista. Báðir hóparnir sýndu marktækt betri lífsgæði, minni streitu, kvíða og þunglyndi í lok jógaíhlutunar. Niðurstöðurnar sýna að reglubundin jógaiðkun getur bætt svefn og samskipti fólks. Jóga er kostnaðarlítil og auðveld leið til sjálfshjálpar og ætti að vera ákjósanleg viðbótarmeðferð í almennu heilbrigðiskerfi til að bæta líðan fólks. Þörf er á stærri langtíma samanburðarrannsóknum á áhrifum hatha jóga á áfallastreitu, kvíða og þunglyndi í kjölfar náttúruhamfara.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yoga Intervention in the Aftermath of an Earthquake in Iceland.pdf503,01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna