is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6442

Titill: 
  • Leikir og spil sem kennsluaðferð í stærðfræði á yngsta stigi grunnskólans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spil og leikir sem kennsluaðferð í stærðfræði á yngsta stigi grunnskólans er yfirskrift verkefnis okkar. Það samanstendur af fræðilegri ritgerð og fylgiskjölum um spil og leiki sem hægt er að nota við kennslu.
    Í ritgerðinni skoðum við hvernig börn læra stærðfræði, hvernig talnaskilningur þeirra byggist upp og helstu vörður á leið þeirra til skilnings. Rýmisgreind og rökhugsun eru börnunum mikilvæg þekking til almenns stærðfræðiskilnings. Fjallað verður um helstu kenningar um leikinn og hvernig barnið þroskast í leiknum. Tveir grunnskólakennarar veittu okkur viðtöl og deildu með okkur sínum hugmyndum um spil og leiki í stærðfræðikennslu. Við skoðuðum fræðilegt gildi spila og leikja við kennslu og bárum saman niðurstöður. Að lokum settum við saman safn leikja og spila sem við komum til með að nýta okkur í kennslu.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni 28.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna