is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6446

Titill: 
 • Leiklist og félagsleg einangrun : leiklistin nýtist við svo margt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um helstu niðurstöður könnunar minnar á hvort hægt sé að nota leiklist í skólastarfi til að vinna bug á félagslegri einangrun. Fylgst var með uppsetningu á leikriti hjá unglingastigi Grunnskólans á Hólmavík sem höfundur ritgerðarinnar leikstýrði. Lagði ég jafnframt spurningakönnun fyrir þátttakendur í leikritinu, tók viðtöl við fimm þeirra af 27 og tvo kennara. Þá gerði ég vettvangsathugun á æfingu þar sem unnið var með hópefli.
  Þátttakendurnir í könnuninni eru 29 talsins nemendur í 7.-10. bekk grunnskóla á aldrinum 13 – 16 ára ásamt tveimur kennurum skólans. Kynjaskipting er nokkuð jöfn en þó eru örlítið fleiri strákar eða 15 talsins og stelpurnar eru 12.
  Ég lagði tvisvar sinnum fyrir þátttakendur spurningakönnun, áður en æfingatímabil leikritsins hófst og aftur þegar frumsýningu var lokið. Fimm nemendur komu síðan til mín í viðtal um líðan sína og voru þau tekin á miðju æfingatímabili. Um svipað leyti tók ég viðtal við tvo kennara sem kenna hópnum mikið. Þrisvar sinnum á æfingatímabilinu gerðist ég athugandi og fylgdist með æfingu hjá hópnum, þá var verið í leikjum sem vinna að hópefli.
  Helstu niðurstöður eru þær að mikil breyting var á líðan þátttakenda á meðan vinna við uppsetningu leikritsins stóð yfir. Þeir sem vitað var að væru félagslega einangraðir og liði illa komust inn í hópinn. Eiga þeir nú vini innan hópsins. Hafði líðan nemenda almennt lagast mikið bæði í skólanum og utan hans. Töldu allir að þeir ættu fleiri vini þegar spurningakönnunin var lögð fyrir í seinna skiptið en í fyrra skiptið. Niðurstöður könnunarinnar benda eindregið til þess að þátttaka í leiksýningu sé heppileg leið til þess að vinna gegn félagslegri einangrun.
  Lykilorð: Félagsleg einangrun.

Samþykkt: 
 • 12.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlesin lokaritgerð.pdf238.21 kBLokaðurHeildartextiPDF