is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6451

Titill: 
  • Ósánir akrar vaxa : norræn goðafræði í námi og kennslu í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um norræna goðafræði í námi og kennslu í grunnskólum. Í henni er sagt frá almennum atriðum norrænnar goðafræði, gerð grein fyrir viðhorfs- og kennslukönnun sem gerð var meðal nokkurra kennara í byrjun árs 2010, tengslum norrænnar goðafræði við Aðalnámskrá grunnskóla, mögulegum kennslugögnum og settar fram nokkrar kennsluhugmyndir. Því getur ritverkið hæglega hjálpað kennurum við undirbúning kennslu efnisins.
    Norrænu goðsögurnar segja frá sköpun heimsins, lífi og störfum guðanna, endalokum veraldar og nýju upphafi og byggja á ævafornum indóevrópskum rótum.
    Megindleg spurningakönnun var lögð fyrir 35 starfandi kennara. Helstu niðurstöður eru að flestir kennarar þekkja vel markmið Aðalnámskrár grunnskóla varðandi norræna goðafræði og miða við þau í kennslu. Meirihlutinn telur norræna goðafræði mikilvægan námsþátt sem höfðar til nemenda og flestir vildu hafa betri þekkingu á efninu. Kennslugögn eru mismunandi og margar kennslubækur fjalla mjög takmarkað um þetta efni. Flestir kennarar nota fjölbreytt námsmat en algengast var símat. Kennsluaðferðir voru einnig margvíslegar en algengustu aðferðirnar voru útlistunarkennsla eða þulunám og þjálfunaræfingar en 43% kennara notuðu annan þessara flokka í sinni kennslu.

Samþykkt: 
  • 12.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OsanirAkrarVaxa.pdf897.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna