is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6453

Titill: 
 • Agi og íslenskukennsla í unglingadeild : fornsögur lesnar með drengjum og stúlkum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Kennarar hafa í áranna rás oft þurft að glíma við hegðunarvandamál og agaleysi í skólastofunni, og sérstaklega eru agavandamál tengd drengjum.
  Höfundur varð vitni að kennslu Íslendingasagna í unglingadeild eins grunnskóla landsins og sá hvernig hegðun drengja breyttist til hins betra eftir því sem á leið kennslu.
  Þetta starf í tengslum við fornsögurnar og sá árangur sem það virtist hafa, varð til þess að ég ákvað að setja fram hugmyndir um kennslu fornsagna sem gæti e.t.v. orðið til að bæta aga í skólastarfi, og þá einkum í unglingadeild. Fyrri hlutinn er helgaður fræðilegri umfjöllun um aga og hegðun í skólum og rakin ólík sjónarmið fræðimanna um þetta efni, m.a. stöðu drengja í skólakerfinu. Hafa drengir orðið útundan? Eða þyrfti hugsanlega að sinna stúlkunum betur? Ég kemst að því að sinna þurfi báðum hópum betur. Í seinni hluta ritgerðarinnar ræði ég um það hvernig nýta megi fornsögur okkar (og jafnvel þjóðsögur) til að bæta aga í unglingadeildum og sýni m.a. fram á að margt í þeim snerti beint hegðun ungs fólks. Nota megi textana meðal annars til að ræða uppeldisleg málefni og orsakir óviðeigandi eða óeðlilegrar hegðunar.
  Ég hef aðeins reynt þessar kenningar mínar í vettvangsnámi og forfallakennslu, og hefur sú reynsla styrkt trú mína á að hægt sé að nota fornsögurnar til þess að bæta aga í kennslustofunni.

Samþykkt: 
 • 12.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agi og íslenskukennsla í unglingadeildum_skemma.pdf333.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kápa_Agi og íslenskukennsla Prenntun.pdf23.64 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna